Innlent

Stefna að kosningum um stjórnarskrárfrumvarp í sumar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vill að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum í sumar. Kosningarnar færu þá fram í lok júní. Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, lagði tillögu þessa efnis fram á nefndarfundi í morgun og samþykkti meirihluti nefndarinnar það.

Valgerður segir að tillögunum verði hugsanlega eitthvað breytt. „Plagginu yrði hugsanlega eitthvað lítillega breytt. Við erum að vinna með þetta núna, en það yrði aldrei gert nema í samráði við einhverja í stjórnlagaráði eða stjórnlagaráðið sjálft," segir Valgerður. Hún bendir þó á þann vanda að búið sé að leysa stjórnlagaráðið sjálft upp. „En á hinn bóginn sögðu þau þegar þau skiluðu af sér til þingsins að þau væru tilbúin að koma að málinu aftur ef eftir því yrði óskað," segir Valgerður.

Stjórnlagaráð, afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó þann 29. júlí síðastliðinn. Frumvarpið var samþykkt einróma með atkvæðum allra ráðsfulltrúa á síðasta fundi ráðsins, miðvikudaginn 27. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×