Innlent

Kannast ekki við að kennurum hafi verið sagt upp vegna trúarskoðana

Erla Hlynsdóttir skrifar
Formaður Félags grunnskólakennnara, Ólafur Loftsson, segir Kennarasamband Íslands ekki hafa neina opinbera afstöðu til máls Snorra Óskarssonar grunnskólakennara sem var settur í leyfi vegna ummæla hans um samkynhneigða.
Formaður Félags grunnskólakennnara, Ólafur Loftsson, segir Kennarasamband Íslands ekki hafa neina opinbera afstöðu til máls Snorra Óskarssonar grunnskólakennara sem var settur í leyfi vegna ummæla hans um samkynhneigða.
Formaður Félags grunnskólakennara kannast ekki við að kennurum hafi verið sagt upp störfum vegna trúarskoðana. Menntamálaráðherra telur ekki rétt að takmarka málfrelsi kennara með lagasetningu.

Formaður Félags grunnskólakennnara, Ólafur Loftsson, segir Kennarasamband Íslands ekki hafa neina opinbera afstöðu til máls Snorra Óskarssonar grunnskólakennara sem var settur í leyfi vegna ummæla hans um samkynhneigða.

Hann kannast ekki við að kennurum hafi hreinlega verið sagt upp vegna trúar. „Ekki svo ég muni. Mig rekur ekki minni til þess, satt að segja," segir hann.

Sigmundur Ernir Rúnarson, þingmaður Samfylkingar, beindi fyrirspurn um málfrelsi kennara til menntamálaráðherra á Alþingi í gær, með hliðsjón af máli Snorra.

„Ég spyr því hæstvirtan ráðherra hvort að málfrelsi í þessu tilviki eigi að hafa takmörk þegar kemur að uppeldi barna."

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra svaraði:

„Ég held að málfrelsi sé auðvitað mjög mikilvægt og við afgreiðum það ekki hér á tveimurm mínútum í ræðustól.En ég held hins vegar að þegar um er að ræða einstök dæmi þá verðum við taka afstöðu til þeirra í hvert sinni. Ég held að það verði ekki gert með skerðingum í lagaramma heldur verðum við að treysta skólastjórum og skólameisturum til að bregðast við," sagði Katrín á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×