Innlent

Landsmönnum fjölgaði um 1123

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsmönnum fjölgaði um 1123, eða um 0,4%, á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru þeir rétt tæplega 320 þúsund þann 1. janúar síðastliðinn. Konum fjölgaði nokkuð meira en körlum á síðasta ári eða um 0,5% á móti 0,2%. Fjölgunin er skýrð með fjölda fæðinga umfram andlát.

Fólki fjölgaði um 1.253 á höfuðborgarsvæðinu. Það jafngildir 0,6% fjölgun íbúa. Hlutfallslega varð fólksfjölgunin hins vegar mest á Suðurnesjum, þar sem fjölgaði um 0,7%, eða 154 frá síðasta ári. Fólki fjölgaði einnig á Norðurlandi eystra, um 12 einstaklinga (0,4%), og um 50 (0,4%) á Austurlandi.

Fólksfækkun var á fjórum landsvæðum, mest á Norðurlandi vestra þar sem fækkaði um 194 manns, eða 2,6%. Umtalsverð fólksfækkun var einnig á Vestfjörðum en þar fækkaði um 82, eða 1,2%. Minni fólksfækkun var á Suðurlandi (0,2%) og Vesturlandi (0,1%).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×