Tæplega 90% Íslendinga ferðast innanlands 14. febrúar 2012 08:50 Tæplega níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, sem er svipað og árin á undan. Tæplega tveir þriðju aðspurðra ferðuðust til útlanda á árinu 2011, eða 63,3%, en var 56,3% í sambærilegri könnun fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í könnun sem Ferðamálastofa lét MMR gera í síðasta mánuði þar sem spurt var um ferðalög Íslendinga á árinu 2011 og ferðaáform þeirra í ár. Júlí var sem fyrr langvinsælasti mánuðurinn til ferðalaga innanlands en 72,0% landsmanna nýttu þann mánuð til ferðalaga. Fast á eftir fylgja ferðalög landsmanna í ágústmánuði (63,2%) og júní (52,4%). Á vor- og haustmánuðum, þ.e. í apríl, maí, september og október, ferðaðist um fimmtungur í hverjum mánuði en mun minna var ferðast aðra mánuði ársins. Meðaldvalarlengd á ferðalögum innanlands var 14,0 nætur árið 2011. Um er að ræða ívið styttri dvalarlengd og árið 2010 en þá var hún 14,9 nætur. Stærsti hópurinn dvaldi í tvær vikur, eða einn af hverjum fjórum. Litlu færri dvöldu í 7-10 nætur en tæp 18% dvöldu í 4-6 nætur og svipað hlutfall í þrjár vikur eða lengur. Tjald, fellihýsi eða húsbíll var algengasti gistimátinn, eða í 44,6% tilvika. Þó dregur nokkuð hlutfallslega úr slíkri gistingu þar sem 52,2% nefndu þennan kost fyrir tveimur árum. Gisting hjá vinum og ættingjum er sem fyrr vinsæl, en tæp 44% nefna þann kost nú. Þá kemur orlofshús eða íbúð í eigu félagasamtaka með 38,6% og sumarhús eða íbúð í einkaeign (37,5%). Sund og jarðböð eru sú afþreying sem flestir landsmenn greiddu fyrir á ferðalögum árið 2011 eða tveir landsmenn af hverjum þremur. Margir (36,3%) borguðu sig inn á söfn eða sýningar, leikhús eða tónleika (17,8%), fyrir veiði (17,7%), golf (12,7%) eða bátsferð (10,2%). Norðurland og Suðurland voru líkt og í undanförnum könnunum þeir landshlutar sem flestir landsmenn heimsóttu á árinu 2011 eða tæplega þrír af hverjum fimm. Þó nefna heldur færri Norðurland en í síðustu könnun og sama má segja um Austurland en þangað ferðaðist einn af hverjum fimm í fyrra í stað eins af hverjum fjórum 2010. Fleiri nefna Höfuðborgarsvæðið en í síðustu könnun. Þegar spurt var um hvaða staði fólk heimsótti í fyrra má sjá að Siglufjörður tekur mikið stökk upp á við. Hlutfallið fer úr 8% árið 2010 í 17,7% 2011. Þá nefna einnig talsvert fleiri Skagafjörð (22,1) en í síðustu könnun. Á landsvísu er Skagafjörður í fjórða sæti og Siglufjörður í því fimmta yfir þá staði sem flestir heimsóttu í fyrra. Flestir nefna sem fyrr Akureyri (41,8%), þá koma Þingvellir/Geysir/Gullfoss (27,8) og Akranes/Borgarnes (22,6%). Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Tæplega níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, sem er svipað og árin á undan. Tæplega tveir þriðju aðspurðra ferðuðust til útlanda á árinu 2011, eða 63,3%, en var 56,3% í sambærilegri könnun fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í könnun sem Ferðamálastofa lét MMR gera í síðasta mánuði þar sem spurt var um ferðalög Íslendinga á árinu 2011 og ferðaáform þeirra í ár. Júlí var sem fyrr langvinsælasti mánuðurinn til ferðalaga innanlands en 72,0% landsmanna nýttu þann mánuð til ferðalaga. Fast á eftir fylgja ferðalög landsmanna í ágústmánuði (63,2%) og júní (52,4%). Á vor- og haustmánuðum, þ.e. í apríl, maí, september og október, ferðaðist um fimmtungur í hverjum mánuði en mun minna var ferðast aðra mánuði ársins. Meðaldvalarlengd á ferðalögum innanlands var 14,0 nætur árið 2011. Um er að ræða ívið styttri dvalarlengd og árið 2010 en þá var hún 14,9 nætur. Stærsti hópurinn dvaldi í tvær vikur, eða einn af hverjum fjórum. Litlu færri dvöldu í 7-10 nætur en tæp 18% dvöldu í 4-6 nætur og svipað hlutfall í þrjár vikur eða lengur. Tjald, fellihýsi eða húsbíll var algengasti gistimátinn, eða í 44,6% tilvika. Þó dregur nokkuð hlutfallslega úr slíkri gistingu þar sem 52,2% nefndu þennan kost fyrir tveimur árum. Gisting hjá vinum og ættingjum er sem fyrr vinsæl, en tæp 44% nefna þann kost nú. Þá kemur orlofshús eða íbúð í eigu félagasamtaka með 38,6% og sumarhús eða íbúð í einkaeign (37,5%). Sund og jarðböð eru sú afþreying sem flestir landsmenn greiddu fyrir á ferðalögum árið 2011 eða tveir landsmenn af hverjum þremur. Margir (36,3%) borguðu sig inn á söfn eða sýningar, leikhús eða tónleika (17,8%), fyrir veiði (17,7%), golf (12,7%) eða bátsferð (10,2%). Norðurland og Suðurland voru líkt og í undanförnum könnunum þeir landshlutar sem flestir landsmenn heimsóttu á árinu 2011 eða tæplega þrír af hverjum fimm. Þó nefna heldur færri Norðurland en í síðustu könnun og sama má segja um Austurland en þangað ferðaðist einn af hverjum fimm í fyrra í stað eins af hverjum fjórum 2010. Fleiri nefna Höfuðborgarsvæðið en í síðustu könnun. Þegar spurt var um hvaða staði fólk heimsótti í fyrra má sjá að Siglufjörður tekur mikið stökk upp á við. Hlutfallið fer úr 8% árið 2010 í 17,7% 2011. Þá nefna einnig talsvert fleiri Skagafjörð (22,1) en í síðustu könnun. Á landsvísu er Skagafjörður í fjórða sæti og Siglufjörður í því fimmta yfir þá staði sem flestir heimsóttu í fyrra. Flestir nefna sem fyrr Akureyri (41,8%), þá koma Þingvellir/Geysir/Gullfoss (27,8) og Akranes/Borgarnes (22,6%).
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira