Innlent

Loðnufrysting hafin í Vestmannaeyjum

Mjög góð loðnuveiði er nú við Hrollaugseyjar vestan við Höfn í Hornafirði og eru mörg skip að veiðum á litlu svæði alveg upp undir ströndinnni.

Loðnufrysting til manneldis hófst í Vestmannaeyjum í nótt og í gær var loðnubræðslan í Helguvík gangsett, þannig að allar loðnuverskmiðjur í landinu eru nú í fullum rekstri, bæði við bræðslu og frystingu.

Það sem af er vertíðinni hefur mestu verið landað í Neskaupstað, eða um það bil 50 þúsund tonnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×