Enski boltinn

Suarez: Ekki allt sem sýnist

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Luis Suarez segist vera vonsvikinn eftir tap sinna manna í Liverpool gegn Manchester United í dag. Úrslitin hafa þó fallið í skuggann á máli hans og Patrice Evra.

Suarez er nýbúinn að taka út átta leikja bann fyrir að vera með kynþáttaníð í garð Evra. Fyrir leikinn virtist hann neita að taka í hönd Evra og hunsa hann algjörlega.

„Við töpuðum og eru daprir því við lögðum okkur mikið fram," skrifaði hann á Facebook-síðuna sína. „Þetta eru vonbrigði því ekki er allt sem sýnist."

Ýmsar kenningar eru á lofti á internetinu um að það hafi í raun verið Evra sem dró hönd sína í þann mun sem Suarez nálgaðist. Sýnist sitt hverjum í þeim efnum.


Tengdar fréttir

Suarez strunsaði framhjá Evra

Luis Suarez tók ekki í hönd Patrice Evra þegar leikmenn Manchester United og Liverpool heilsuðust fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Suarez og Evra hittast á ný

Þeir gerast ekki stærri leikirnir í enska boltanum en leikir Manchester United og Liverpool, tveggja sigursælustu félaganna í sögu enskrar knattspyrnu. Fyrri tvær viðureignir liðanna í vetur hafa aðeins ýtt undir spennuna og eftirvæntinguna fyrir leikinn á Old Trafford í dag, ekki síst vegna málsins sem kom upp í deildarleik liðanna á Anfield í októbermánuði.

Ferguson: Suarez er Liverpool til skammar

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Liverpool í dag að Luis Suarez hefði verið sínu félagi til skammar og að hann ætti ekki að fá að spila fyrir liðið aftur.

Rooney með tvö í sigri United á Liverpool

Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×