Enski boltinn

Ferguson: Suarez er Liverpool til skammar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferguson tók í hönd Dalglish.
Ferguson tók í hönd Dalglish. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Liverpool í dag að Luis Suarez hefði verið sínu félagi til skammar og að hann ætti ekki að fá að spila fyrir liðið aftur.

Suarez neitaði að taka í hönd Patrice Evra fyrir leikinn en Suarez er nýbúinn að taka út átta leikja bann fyrir að hafa verið með kynþáttaníð gagnvart Evra.

„Ég trúði þessu ekki. Ég bara trúði þessu ekki," sagði Ferguson í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina eftir leikinn. „Hann er Liverpool til skammar og þessi leikmaður ætti ekki að fá að spila fyrir félagið aftur."

„Þetta voru mér mikil vonbrigði. Þetta var hræðilegt af honum. Andrúmsloftið og stemningin í leiknum varð miklu verri fyrir vikið."


Tengdar fréttir

Suarez strunsaði framhjá Evra

Luis Suarez tók ekki í hönd Patrice Evra þegar leikmenn Manchester United og Liverpool heilsuðust fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Suarez og Evra hittast á ný

Þeir gerast ekki stærri leikirnir í enska boltanum en leikir Manchester United og Liverpool, tveggja sigursælustu félaganna í sögu enskrar knattspyrnu. Fyrri tvær viðureignir liðanna í vetur hafa aðeins ýtt undir spennuna og eftirvæntinguna fyrir leikinn á Old Trafford í dag, ekki síst vegna málsins sem kom upp í deildarleik liðanna á Anfield í októbermánuði.

Rooney með tvö í sigri United á Liverpool

Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×