NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða Lin gegn Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2012 11:00 Lin í baráttunni við Kobe Bryant. Nordic Photos / Getty Images Fyrir viku síðan vissu fáir hver Jeremy Lin var en í nótt gekk hann nánast einn síns liðs frá margföldu meistaraliði LA Lakers. Hann skoraði 38 stig fyrir New York Knicks sem vann sjö stiga sigur, 92-85. Lin hefur átt lygilega viku. Hann fékk óvænt tækifæri hjá Mike D'Antoni í byrjunarliði New York fyrir viku síðan og nýtti það heldur betur vel. Hann skoraði þá 25 stig í sigri liðsins á New Jersey og svo 29 stig í næsta leik gegn Utah. En leikurinn í nótt toppaði allt. Hann var algjörlega óstöðvandi, skoraði sem fyrr segir 38 stig og gaf þar að auki sjö stoðsendingar. Hann hefur nú skorað 89 stig í fyrstu þremur byrjunarliðsleikjum á ferlinum sem er það mesta síðan að ABA- og NBA-deildirnar voru sameinaðar árið 1976. Þetta var fjórði sigur Knicks í röð þrátt fyrir að þá vanti bæði Carmelo Anthony og Amar'e Stoudemire. Lin hefur einfaldlega verið allt í öllu en næst stigahæsti leikmaður liðsins í gær var Iman Shumpert með tólf stig. Kobe Bryant reyndi hvað hann gat í leiknum til að halda sínum mönnum á floti. Hann skoraði 34 stig en var með slæma skotnýtingu og hitti úr aðeins ellefu af 29 skotum sínum úr opnu spili. Pau Gasol var með sextán stig og tíu fráköst en Andrew Bynum átti skelfilegan leik og skoraði aðeins þrjú stig. Oklahoma City vann Utah, 101-87, þar sem að Russell Westbrook skoraði 28 stig og Kevin Durant nítján. Utah hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Chicago vann Charlotte, 95-64, þó svo að Derrick Rose hafi verið frá vegna meiðsla. Joakim Noah skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst en fyrirstaðan var ekki mikil í leiknum enda Charlotte með verstan árangur allra liða í NBA-deildinni. Dallas vann Minnesota, 104-97. Kevin Love spilaði með Minnesota á ný eftir tveggja leikja bann en mátti játa sig sigraðan gegn Dirk Nowitzky og félögum. Dirk skoraði 33 stig en Love 32.Úrslit næturinnar: Toronto - Boston 86-74 Philadelphia - LA Clippers 77-78 Washington - Miami 89-106 Charlotte - Chicago 64-95 Orlando - Atlanta 87-89 Detroit - New Jersey 109-92 Cleveland - Milwaukee 112-113 New York - LA Lakers 92-85 Memphis - Indiana 98-92 New Orleans - Portland 86-94 Minnesota - Dallas 97-104 Utah - Oklahoma City 87-101 NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Fyrir viku síðan vissu fáir hver Jeremy Lin var en í nótt gekk hann nánast einn síns liðs frá margföldu meistaraliði LA Lakers. Hann skoraði 38 stig fyrir New York Knicks sem vann sjö stiga sigur, 92-85. Lin hefur átt lygilega viku. Hann fékk óvænt tækifæri hjá Mike D'Antoni í byrjunarliði New York fyrir viku síðan og nýtti það heldur betur vel. Hann skoraði þá 25 stig í sigri liðsins á New Jersey og svo 29 stig í næsta leik gegn Utah. En leikurinn í nótt toppaði allt. Hann var algjörlega óstöðvandi, skoraði sem fyrr segir 38 stig og gaf þar að auki sjö stoðsendingar. Hann hefur nú skorað 89 stig í fyrstu þremur byrjunarliðsleikjum á ferlinum sem er það mesta síðan að ABA- og NBA-deildirnar voru sameinaðar árið 1976. Þetta var fjórði sigur Knicks í röð þrátt fyrir að þá vanti bæði Carmelo Anthony og Amar'e Stoudemire. Lin hefur einfaldlega verið allt í öllu en næst stigahæsti leikmaður liðsins í gær var Iman Shumpert með tólf stig. Kobe Bryant reyndi hvað hann gat í leiknum til að halda sínum mönnum á floti. Hann skoraði 34 stig en var með slæma skotnýtingu og hitti úr aðeins ellefu af 29 skotum sínum úr opnu spili. Pau Gasol var með sextán stig og tíu fráköst en Andrew Bynum átti skelfilegan leik og skoraði aðeins þrjú stig. Oklahoma City vann Utah, 101-87, þar sem að Russell Westbrook skoraði 28 stig og Kevin Durant nítján. Utah hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Chicago vann Charlotte, 95-64, þó svo að Derrick Rose hafi verið frá vegna meiðsla. Joakim Noah skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst en fyrirstaðan var ekki mikil í leiknum enda Charlotte með verstan árangur allra liða í NBA-deildinni. Dallas vann Minnesota, 104-97. Kevin Love spilaði með Minnesota á ný eftir tveggja leikja bann en mátti játa sig sigraðan gegn Dirk Nowitzky og félögum. Dirk skoraði 33 stig en Love 32.Úrslit næturinnar: Toronto - Boston 86-74 Philadelphia - LA Clippers 77-78 Washington - Miami 89-106 Charlotte - Chicago 64-95 Orlando - Atlanta 87-89 Detroit - New Jersey 109-92 Cleveland - Milwaukee 112-113 New York - LA Lakers 92-85 Memphis - Indiana 98-92 New Orleans - Portland 86-94 Minnesota - Dallas 97-104 Utah - Oklahoma City 87-101
NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira