NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða Lin gegn Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2012 11:00 Lin í baráttunni við Kobe Bryant. Nordic Photos / Getty Images Fyrir viku síðan vissu fáir hver Jeremy Lin var en í nótt gekk hann nánast einn síns liðs frá margföldu meistaraliði LA Lakers. Hann skoraði 38 stig fyrir New York Knicks sem vann sjö stiga sigur, 92-85. Lin hefur átt lygilega viku. Hann fékk óvænt tækifæri hjá Mike D'Antoni í byrjunarliði New York fyrir viku síðan og nýtti það heldur betur vel. Hann skoraði þá 25 stig í sigri liðsins á New Jersey og svo 29 stig í næsta leik gegn Utah. En leikurinn í nótt toppaði allt. Hann var algjörlega óstöðvandi, skoraði sem fyrr segir 38 stig og gaf þar að auki sjö stoðsendingar. Hann hefur nú skorað 89 stig í fyrstu þremur byrjunarliðsleikjum á ferlinum sem er það mesta síðan að ABA- og NBA-deildirnar voru sameinaðar árið 1976. Þetta var fjórði sigur Knicks í röð þrátt fyrir að þá vanti bæði Carmelo Anthony og Amar'e Stoudemire. Lin hefur einfaldlega verið allt í öllu en næst stigahæsti leikmaður liðsins í gær var Iman Shumpert með tólf stig. Kobe Bryant reyndi hvað hann gat í leiknum til að halda sínum mönnum á floti. Hann skoraði 34 stig en var með slæma skotnýtingu og hitti úr aðeins ellefu af 29 skotum sínum úr opnu spili. Pau Gasol var með sextán stig og tíu fráköst en Andrew Bynum átti skelfilegan leik og skoraði aðeins þrjú stig. Oklahoma City vann Utah, 101-87, þar sem að Russell Westbrook skoraði 28 stig og Kevin Durant nítján. Utah hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Chicago vann Charlotte, 95-64, þó svo að Derrick Rose hafi verið frá vegna meiðsla. Joakim Noah skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst en fyrirstaðan var ekki mikil í leiknum enda Charlotte með verstan árangur allra liða í NBA-deildinni. Dallas vann Minnesota, 104-97. Kevin Love spilaði með Minnesota á ný eftir tveggja leikja bann en mátti játa sig sigraðan gegn Dirk Nowitzky og félögum. Dirk skoraði 33 stig en Love 32.Úrslit næturinnar: Toronto - Boston 86-74 Philadelphia - LA Clippers 77-78 Washington - Miami 89-106 Charlotte - Chicago 64-95 Orlando - Atlanta 87-89 Detroit - New Jersey 109-92 Cleveland - Milwaukee 112-113 New York - LA Lakers 92-85 Memphis - Indiana 98-92 New Orleans - Portland 86-94 Minnesota - Dallas 97-104 Utah - Oklahoma City 87-101 NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira
Fyrir viku síðan vissu fáir hver Jeremy Lin var en í nótt gekk hann nánast einn síns liðs frá margföldu meistaraliði LA Lakers. Hann skoraði 38 stig fyrir New York Knicks sem vann sjö stiga sigur, 92-85. Lin hefur átt lygilega viku. Hann fékk óvænt tækifæri hjá Mike D'Antoni í byrjunarliði New York fyrir viku síðan og nýtti það heldur betur vel. Hann skoraði þá 25 stig í sigri liðsins á New Jersey og svo 29 stig í næsta leik gegn Utah. En leikurinn í nótt toppaði allt. Hann var algjörlega óstöðvandi, skoraði sem fyrr segir 38 stig og gaf þar að auki sjö stoðsendingar. Hann hefur nú skorað 89 stig í fyrstu þremur byrjunarliðsleikjum á ferlinum sem er það mesta síðan að ABA- og NBA-deildirnar voru sameinaðar árið 1976. Þetta var fjórði sigur Knicks í röð þrátt fyrir að þá vanti bæði Carmelo Anthony og Amar'e Stoudemire. Lin hefur einfaldlega verið allt í öllu en næst stigahæsti leikmaður liðsins í gær var Iman Shumpert með tólf stig. Kobe Bryant reyndi hvað hann gat í leiknum til að halda sínum mönnum á floti. Hann skoraði 34 stig en var með slæma skotnýtingu og hitti úr aðeins ellefu af 29 skotum sínum úr opnu spili. Pau Gasol var með sextán stig og tíu fráköst en Andrew Bynum átti skelfilegan leik og skoraði aðeins þrjú stig. Oklahoma City vann Utah, 101-87, þar sem að Russell Westbrook skoraði 28 stig og Kevin Durant nítján. Utah hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Chicago vann Charlotte, 95-64, þó svo að Derrick Rose hafi verið frá vegna meiðsla. Joakim Noah skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst en fyrirstaðan var ekki mikil í leiknum enda Charlotte með verstan árangur allra liða í NBA-deildinni. Dallas vann Minnesota, 104-97. Kevin Love spilaði með Minnesota á ný eftir tveggja leikja bann en mátti játa sig sigraðan gegn Dirk Nowitzky og félögum. Dirk skoraði 33 stig en Love 32.Úrslit næturinnar: Toronto - Boston 86-74 Philadelphia - LA Clippers 77-78 Washington - Miami 89-106 Charlotte - Chicago 64-95 Orlando - Atlanta 87-89 Detroit - New Jersey 109-92 Cleveland - Milwaukee 112-113 New York - LA Lakers 92-85 Memphis - Indiana 98-92 New Orleans - Portland 86-94 Minnesota - Dallas 97-104 Utah - Oklahoma City 87-101
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira