Innlent

Á skilorð fyrir kynmök við barn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvisvar haft kynmök við fjórtán ára gamlan pilt og greitt piltnum fyrir. Héraðsdómur Vesturlands kvað upp dóminn í gær. Maðurinn játaði brot sín.

Í vitnisburði Óttars Guðmundssonar geðlæknis fyrir rétti kemur fram að ákærði hafi farið í áfengismeðferð og verið edrú eftir það. Hann hafi einnig stundað vel SLAA fundi (sex and love addiction anonymus), svo og AA fundi og mætt í viðtöl hjá lækninum. Enginn grunur leiki á að mati læknisins að um einhvers konar pedofiliu sé að ræða hjá ákærða eða einhverjar langanir til afbrigðilegs kynlífs með öðru hvoru kyninu.

Óttar segir jafnframt að maðurinn hafi freistast til að leita eftir samskiptum við aðra karlmenn í netheimum og hafi þetta orðið til þess að hann hafi verið afhjúpaður með miklum afleiðingum fyrir hann og fjölskyldu hans og hafi hann misst starf sitt

Dómarinn segir að með hliðsjón af skýlausri játningu mannsins, þeim afleiðingum sem brot hans hafa haft fyrir hann og því hvernig ákærði hafi unnið úr sínum málum þykir mega skilorðsbinda dóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×