Webber er undir smásjánni hjá Red Bull Birgir Þór Harðarson skrifar 27. febrúar 2012 19:00 Mark Webber ætlar að gera allt til að halda sæti sínu hjá Red Bull, en hann þarf að sigra Vettel sem gæti reynst erfitt. nordicphotos/afp Mark Webber, ástralski ökumaður Red Bull, segist ekki leiða hugann að öllum keppnautum sínum sem vilja sæti hans fyrir árið 2013. "Það mikilvægasta fyrir Mark Webber þessa stundina er að einbeita sér að sjálfum sér," sagði Mark um sjálfan sig. "Ég stjórna hinum ekki svo ég verð bara að hugsa um sjálfan mig." "Þegar þú ert fremstur í Formúlu 1 er árangur þinn alltaf undir smásjá. Hver beygja er greind og ef liðið kann ekki meta stílinn þinn þá ertu á útleið, hver sem tekur svo við af þér." Mikið hefur verið fjallað um framtíð Webbers hjá heimsmeistaraliðinu og er nú svo komið að sæti Webbers sé orið svo heitt að standi hann sig ekki í heimsmeistarakeppninni í ár láti liðið hann fara. Liðsfélaginn Sebastian Vettel lét hann líta mjög illa út í fyrra með því að sigra hann 16-3 í tímatökum og á endanum verða heimsmeistari, 134 stigum á undan Webber. Þeir ökumenn sem líklegir þykja til að taka við af Webber eru Daniel Ricciardo eða Jean-Eric Vergne sem nú eru hjá Torro Rosso, systurliði Red Bull á Ítalíu. Þá hefur verið fjallað um framtíð Lewis Hamilton hjá McLaren og sagt að skaffi liðið honum ekki titilhæfum bíl í ár muni hann róa á önnur mið í lok árs. Skemmst er að minnast lítils fundar Christian Horner, liðstjóra Red Bull, og Lewis Hamilton í Kanada í fyrra. Eftir þann fund fullyrti breska pressan að Lewis myndi aka fyrir Red Bull og að framtíð Webbers hjá Red Bull væri engin. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber, ástralski ökumaður Red Bull, segist ekki leiða hugann að öllum keppnautum sínum sem vilja sæti hans fyrir árið 2013. "Það mikilvægasta fyrir Mark Webber þessa stundina er að einbeita sér að sjálfum sér," sagði Mark um sjálfan sig. "Ég stjórna hinum ekki svo ég verð bara að hugsa um sjálfan mig." "Þegar þú ert fremstur í Formúlu 1 er árangur þinn alltaf undir smásjá. Hver beygja er greind og ef liðið kann ekki meta stílinn þinn þá ertu á útleið, hver sem tekur svo við af þér." Mikið hefur verið fjallað um framtíð Webbers hjá heimsmeistaraliðinu og er nú svo komið að sæti Webbers sé orið svo heitt að standi hann sig ekki í heimsmeistarakeppninni í ár láti liðið hann fara. Liðsfélaginn Sebastian Vettel lét hann líta mjög illa út í fyrra með því að sigra hann 16-3 í tímatökum og á endanum verða heimsmeistari, 134 stigum á undan Webber. Þeir ökumenn sem líklegir þykja til að taka við af Webber eru Daniel Ricciardo eða Jean-Eric Vergne sem nú eru hjá Torro Rosso, systurliði Red Bull á Ítalíu. Þá hefur verið fjallað um framtíð Lewis Hamilton hjá McLaren og sagt að skaffi liðið honum ekki titilhæfum bíl í ár muni hann róa á önnur mið í lok árs. Skemmst er að minnast lítils fundar Christian Horner, liðstjóra Red Bull, og Lewis Hamilton í Kanada í fyrra. Eftir þann fund fullyrti breska pressan að Lewis myndi aka fyrir Red Bull og að framtíð Webbers hjá Red Bull væri engin.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira