Körfubolti

Njarðvík búið að vinna fjóra leiki í röð á móti Haukum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Njarðvíkurkonur fagna hér sigrinum í fyrsta leiknum.
Njarðvíkurkonur fagna hér sigrinum í fyrsta leiknum. Mynd/ÓskarÓ
Njarðvík og Haukar leik í dag annan leik sinn í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna en Njarðvík vann fyrsta leikinn í æsispennandi og dramatískum leik. Leikurinn í dag fer fram á heimavelli Haukakvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 16.00.

Njarðvíkurkonur hafa unnið fimm af sex innbyrðisleikjum liðanna þar af fjóra leiki í röð. Síðustu tveir sigrar Njarðvíkurliðsins hafa komið eftir æsispennandi lokamínútur, fyrst vann Njarðvík 75-73 sigur í framlengdum undanúrslitaleik og svo 75-73 sigur í fyrsta leik lokaúrslitanna.

Báðir þessir leikir fóru fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík en liðin mætast nú á Ásvöllum þar sem Njarðvík hefur unnið báða leiki liðanna í vetur, fyrst með 21 stigs mun í október og svo með sjö stiga mun í febrúar.

Leikir Njarðvíkur og Hauka í vetur:

4. apríl - úrslitakeppni, Njarðvík - Njarðvík vann 75-73

13. febrúar - bikarkeppni, Njarðvík - Njarðvík vann 75-73 (framl., 67-67)

11. febrúar - deildin, Ásvellir - Njarðvík vann 71-64

4. janúar - deildin, Njarðvík - Njarðvík vann 87-70

19. nóvember - deildin, Njarðvík - Haukar unnu 80-67

12. október - deildin, Ásvellir - Njarðvík vann 81-60




Fleiri fréttir

Sjá meira


×