Formúla 1

Ferrari er í vondum málum segir tæknistjóri

Birgir Þór Harðarson skrifar
F2012 bíllinn er ekki nógu góður, segir Pat Fry tæknistjóri Ferrari liðsins.
F2012 bíllinn er ekki nógu góður, segir Pat Fry tæknistjóri Ferrari liðsins. nordicphotos/afp
Pat Fry, tæknistjóri Ferrari liðsins í Formúlu 1, gerir ráð fyrir að ítalska liðið verði í vandræðum í fyrsta móti ársins í Melbourne í Ástralíu þann 18. mars.





Hann segir liðið ekki eiga möguleika á verðlaunasæti. "Erum við keppnisfærir um verðlaunasæti? Í augnablikinu myndi ekki segja að svo væri," svaraði Fry eftir að síðustu æfingalotunni í Barcelona lauk í gær.





"Frammistaða nýja bílsins og æfingarnar hafa verið vonbrigði. Við eigum mikið verk fyrir höndum."





"Við fáum ekki svör við því hversu vonsvikin við erum fyrr en í Melbourne. Þá fyrst sjáum við hversu langt við erum á eftir hinum topp liðunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×