Innlent

Hafnar því að starfið hafi verið ómarkvisst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Þetta er í fyrsta inn við rekstur alls þessa máls sem ég fæ tækifæri til að svara spurningum um það," sagði Geir Haarde. Hann vakti athygli á því við upphaf aðalmeðferðar í Landsdómi í morgun að hann hefði ekki fengið tækifæri til að svara spurningum áður en ákæra var gefin út.

„Það er fagnaðarefni af minni hálfu að fá að svara spurningum sem ég tel að ég hefði átt að gerast fyrir löngu síðan," sagði Geir

Hann hafnar ásökunum öllum og sagðist tellja að verjandinn og hann muni færa sönnur á að þessar ákærur eigi ekki við rök að styðjast.

Saksóknari byrjaði á að spyrja Geir út í samstarfshóp um fjármálastöðugleika. Geir hafnar því að starf hópsins hafi verið ómarkvisst. Hópurinn starfaði undir forystu Bolla Þórs Bollasonar sem var ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×