Segir menn hafa höfðað til skyldu sinnar 4. mars 2012 18:30 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins. Ólafur ákvað í síðustu viku að endurskoða ákvörðun sína um að hætta eftir að hafa tekið á móti undirskriftalista með tæplega þrjátíu og eitt þúsund áskorunum. Ólafur segir meðal annars að ríkjandi óvissa með stjórnskipan lýðveldisins og stöðu forsetans valdi því að hann hafi ákveðið að gefa áfram kost á sér. „Þá höfðuðu menn til þess að það væri á vissan hátt skylda mín, eins og margir orðuðu það, að fara þá ekki af velli við þessar aðstæður heldur skapa þau skilyrði ef það væri vilji þjóðarinnar að ég stæði þessa vakt í ljósi þessarar óvissu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „En jafnframt set ég þann fyrirvara skýrt fram í yfirlýsingunni að þegar óvissunni verður eytt - vonandi á næstu misserum eða innan örfárra ára - þá muni þjóðin sýna því skilning ef ég tel þá rétt með tilliti til þessara röksemda að sem beitt er nú að ég hverfi þá til annarra starfa áður en kjörtímabilinu er lokið og forsetakosningarnar færu þá fram fyrr en ella." Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni skapi mikla óvissu um hlutverk forsetaembættisins í framtíðinni og erfitt sé fyrir forsetaframbjóðendur að ganga til kosninga undir þessum kringumstæðum. Ólafur segir að óvissan hafi aukist frá áramótum og aðstæður tekið verulegum breytingum. Ólafur vísar einnig til mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hann sjálfur hafi talað máli Íslands í viðtölum við erlenda fjölmiðla. „Við bjuggum hér auðvitað við ákveðið umsátur fyrstu mánuðina og misserin eftir að bankarnir hrundu og það tókst að komast út úr því umsátri og rétta stöðu Íslands við og margir telja málflutningur minn í samræmi við þessa miðla hafi hjálpað þar til." Forsetakosningar fara fram 30. júní næstkomandi. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins. Ólafur ákvað í síðustu viku að endurskoða ákvörðun sína um að hætta eftir að hafa tekið á móti undirskriftalista með tæplega þrjátíu og eitt þúsund áskorunum. Ólafur segir meðal annars að ríkjandi óvissa með stjórnskipan lýðveldisins og stöðu forsetans valdi því að hann hafi ákveðið að gefa áfram kost á sér. „Þá höfðuðu menn til þess að það væri á vissan hátt skylda mín, eins og margir orðuðu það, að fara þá ekki af velli við þessar aðstæður heldur skapa þau skilyrði ef það væri vilji þjóðarinnar að ég stæði þessa vakt í ljósi þessarar óvissu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „En jafnframt set ég þann fyrirvara skýrt fram í yfirlýsingunni að þegar óvissunni verður eytt - vonandi á næstu misserum eða innan örfárra ára - þá muni þjóðin sýna því skilning ef ég tel þá rétt með tilliti til þessara röksemda að sem beitt er nú að ég hverfi þá til annarra starfa áður en kjörtímabilinu er lokið og forsetakosningarnar færu þá fram fyrr en ella." Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni skapi mikla óvissu um hlutverk forsetaembættisins í framtíðinni og erfitt sé fyrir forsetaframbjóðendur að ganga til kosninga undir þessum kringumstæðum. Ólafur segir að óvissan hafi aukist frá áramótum og aðstæður tekið verulegum breytingum. Ólafur vísar einnig til mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hann sjálfur hafi talað máli Íslands í viðtölum við erlenda fjölmiðla. „Við bjuggum hér auðvitað við ákveðið umsátur fyrstu mánuðina og misserin eftir að bankarnir hrundu og það tókst að komast út úr því umsátri og rétta stöðu Íslands við og margir telja málflutningur minn í samræmi við þessa miðla hafi hjálpað þar til." Forsetakosningar fara fram 30. júní næstkomandi.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma Sjá meira