Enski boltinn

Enn eitt tapið hjá Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar í baráttu við Luis Suarez um síðustu helgi.
Aron Einar í baráttu við Luis Suarez um síðustu helgi. Nordic Photos / Getty Images
Lítið gengur hjá Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í enska B-deildarliðinu Cardiff þessa dagana. Liðið tapaði í dag fyrir West Ham, 2-0, á heimavelli.

Cardiff hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum auk þess sem liðið mátti sætta sig við tap gegn Liverpool í úrslitum ensku deildabikarkeppninnar um síðustu helgi.

Kevin Nolan kom West Ham yfir í fyrri hálfleik og George McCartney innsiglaði svo sigurinn með marki á 77. mínútu.

Aron Einar spilaði allan leikinn og átti til að mynda frábært skot sem fór hárfínt fram hjá marki West Ham í stöðunni 1-0. Peter Whittingham, félagi hans, átti einnig skot í stöng beint úr aukaspyrnu.

Með sigrinum komst West Ham í 64 stig er nú einu stigi á eftir toppliði Southampton, auk þess sem liðið á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×