Erlent

Lík fréttamanna flutt til Damaskus

Marie Colvin og Remi Ochlik.
Marie Colvin og Remi Ochlik.
Sendiherra Frakklands í Sýrlandi og fulltrúi frá pólska sendiráðinu hafa tekið við líki bandarísku fréttakonunnar Marie Colvin en hún lést við skyldustörf í borginni Homs fyrr í mánuðinum.

Colvin lést á samt samstarfsmanni sínum, franska ljósmyndaranum Remi Ochlik.

Líkin voru flutt á franskt sjúkrahús í Damaskur í Sýrlandi þar sem diplómatarnir tóku við þeim.

Bílalest Rauða Krossins bíður nú leyfis frá yfirvöldum í Sýrlandi til að fara inn í Baba Amr-hverfið í Homs.

Umsátursástand hefur ríkt í borginni síðustu vikur en öryggissveitir sýrlenska hersins náðu stórum hluta borgarinnar á sitt vald í gær.

Samkvæmt Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna hafa rúmlega 7.500 manns látist í Sýrlandi frá því að átök milli andspyrnuhópa og öryggissveita hófust fyrir 11 mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×