Tiger Woods langt frá sínu besta | Love sýndi gamla takta Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. mars 2012 10:15 Tiger Woods var ekkert sérstaklega ánægður með spilamennskuna hjá sér í gær. AP Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins.Staðan á mótinu: Hinn 48 ára gamli Love hefur sagt að hann ætli sér að leika gegn úrvalsliði Evrópyu í september þegar Ryderkeppnin fer fram – ef hann nær að tryggja sér sæti í liðinu með því að vera ofarlega á bandaríska Ryderstigalistanum. Englendingurinn Ian Poulter varð að draga sig úr keppni vegna veikinda en hann átti að leika með Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum undanfarin misseri. Woods náði sér aldrei á flug í gær og lék hann á 71 höggi, +1. Hann er reyndar einu höggi betri en Lee Westwood frá Englandi sem er á 72 höggum. Pútterinn var ískaldur hjá Woods líkt og áður. Hann fékk fugl á fyrstu braut vallarins en hann fékk aðeins tvo fugla (-1) og fjóra skolla (+1) á hringnum. Justin Rose, Noh Seung-yul, Dicky Pride, Kevin Stadler, Ryan Palmer, Martin Flores og Harris English eru allir á -4 eftir fyrsta keppnisdaginn. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins.Staðan á mótinu: Hinn 48 ára gamli Love hefur sagt að hann ætli sér að leika gegn úrvalsliði Evrópyu í september þegar Ryderkeppnin fer fram – ef hann nær að tryggja sér sæti í liðinu með því að vera ofarlega á bandaríska Ryderstigalistanum. Englendingurinn Ian Poulter varð að draga sig úr keppni vegna veikinda en hann átti að leika með Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum undanfarin misseri. Woods náði sér aldrei á flug í gær og lék hann á 71 höggi, +1. Hann er reyndar einu höggi betri en Lee Westwood frá Englandi sem er á 72 höggum. Pútterinn var ískaldur hjá Woods líkt og áður. Hann fékk fugl á fyrstu braut vallarins en hann fékk aðeins tvo fugla (-1) og fjóra skolla (+1) á hringnum. Justin Rose, Noh Seung-yul, Dicky Pride, Kevin Stadler, Ryan Palmer, Martin Flores og Harris English eru allir á -4 eftir fyrsta keppnisdaginn.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira