Handbolti

Speed kvaddur í Cardiff í gær | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Synir Speed, Ed og Tom, með Craig Bellamy.
Synir Speed, Ed og Tom, með Craig Bellamy. Nordic Photos / Getty Images
Synir Gary Speed, Ed og Tom, voru viðstaddir á minningarleik föður síns þegar að velska landsliðið lék gegn Kostaríku í gær. Ed hélt hjartnæma ræðu fyrir leikmenn í búningsklefa liðsins eftir leikinn.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var minning Speed heiðruð á margvíslegan máta en hann lést seint á síðasta ári. Talið er að hann hafi fyrirfarið sér.

Speed lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Kostaríku á sínum tíma en alls lék hann 85 landsleiki á ferlinum. Kostaríka vann leikinn í gær, 1-0, með marki Joel Campbell í upphafi leiksins.

Chris Coleman er nýr landsliðsþjálfari Wales og greindi frá því að Ed hefði rætt við leikmenn liðsins eftir leikinn. „Þeir Ed og Tom eru föður sínum til mikils sóma. Ed kom inn í búningsklefa eftir leikinn og hélt ræðu fyrir leikmenn. Hann sýndi mikinn styrk og felldi ekki tár."

„Hann sagði: „Pabbi minn sagði mér alltaf að það væri nóg að gera sitt besta. Mér fannst þið gera ykkar besta í kvöld." Hvað getur maður sagt við þessum orðum, frá fjórtán ára strák sem er nýbúinn að missa pabba sinna? Þetta sýndi afar mikið hugrekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×