Íslenski boltinn

Hjörtur skrifaði undir þriggja ára samning við PSV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson. Mynd/PSV
Fylkismaðurinn Hjörtur Hermannsson skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við hollenska stórliðið PSV Eindhoven. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í morgun.

Samningurinn tekur formlega gildi þann 1. júlí næstkomandi en Hjörtur varð sautján ára gamall í síðasta mánuði. Hann lék sína fyrstu leiki með Fylki á síðasta tímabili og skoraði þá eitt mark í níu leikjum.

Hjörtur á einnig fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Íslands, bæði U-17 og U-19. Hann var fyrirliði U-17 landsliðsnis sem varð Norðurlandameistari hér á landi síðastliðið sumar.

„Hann er með hugarfar sigurvegara og með góða skapgerð. Hann býr yfir miklum líkamlegum styrk og gekk vel á æfingum hjá okkur. Þetta er framtíðarleikmaður," sagði Marcel Brands, yfirmaður tæknimála hjá PSV.

„Þetta er gott skref fyrir mig - alveg eins og ég vildi," sagði Hjörtur sjálfur. Hann ætlar að læra hollensku eins fljótt og hann getur. „Ég held að það sé mikilvægt að geta tjáð mig á hollensku."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×