Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 20-26 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 19. mars 2012 16:23 Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru gríðarlega ákveðnir. Lærisveinar Arons Kristjánssonar keyrði af miklum krafti í bakið á HK og refsuðu alltaf grimmilega. Fljótlega voru þeir komnir með sex marka forystu 10-4. Svipaður munur hélst á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 14-9 þegar menn gengu til búningsherbergja. Heimamenn höfðu margt að ræða um í hálfleik og þurfti liðið að bæta leik sinn á öllum sviðum til að eiga möguleika þegar út í síðari hálfleikinn var komið. HK-ingar minnkuði strax muninn niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og varð staðan allt í einu 15-12. Haukar tóku sig saman í andlitinu eftir þetta litla áhlaup HK og fóru aftur í gang. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri aðilinn í leiknum í kvöld og náðu fljótlega aftur tókum á leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Hauka, 26-20, sem fóru við það í efsta sæti deildarinnar með 27 stig. HK er enn með 23 stig og þeirra bíða tveir algjörir úrslitaleikir um laust sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm: Það gekk ekkert upp hjá okkur í kvöld „Við spiluðum illa varnarlega, illa sóknarlega og keyrðum illa upp völlinn," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir tapið í kvöld. „Markvarslan var síðan bara eftir varnarleiknum og það gekk fátt upp í kvöld." „Jákvæðasti punkturinn var kannski að við töpuðum bara með sex mörkum en ekki tólf eins og það stefndi í." „Það eru bara tveir rosalegir úrslitaleikir eftir fyrir okkur og við verðum bara að vinna þá báða til að komast í úrslitakeppnina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Vilhelm hér að ofan.Aron: Stjórnuðum leiknum vel og gáfum fá færi á okkur „Ég er auðvita bara rosalega ánægður með sigurinn," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Vörnin var sterk allan leikinn sem og markvarslan. Við náðum að stjórna hraða leiksins vel og refsuðum nokkrum sinnum með hröðum sóknum." „Svona lengst af náðum við að spila flottan sóknarleik, fjölbreyttur og öflugur. Fengum góð mörk utan af velli og Heimir Óli var öflugur á línunni." Hægt er að sjá viðtalið við Aron með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru gríðarlega ákveðnir. Lærisveinar Arons Kristjánssonar keyrði af miklum krafti í bakið á HK og refsuðu alltaf grimmilega. Fljótlega voru þeir komnir með sex marka forystu 10-4. Svipaður munur hélst á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 14-9 þegar menn gengu til búningsherbergja. Heimamenn höfðu margt að ræða um í hálfleik og þurfti liðið að bæta leik sinn á öllum sviðum til að eiga möguleika þegar út í síðari hálfleikinn var komið. HK-ingar minnkuði strax muninn niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og varð staðan allt í einu 15-12. Haukar tóku sig saman í andlitinu eftir þetta litla áhlaup HK og fóru aftur í gang. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri aðilinn í leiknum í kvöld og náðu fljótlega aftur tókum á leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Hauka, 26-20, sem fóru við það í efsta sæti deildarinnar með 27 stig. HK er enn með 23 stig og þeirra bíða tveir algjörir úrslitaleikir um laust sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm: Það gekk ekkert upp hjá okkur í kvöld „Við spiluðum illa varnarlega, illa sóknarlega og keyrðum illa upp völlinn," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir tapið í kvöld. „Markvarslan var síðan bara eftir varnarleiknum og það gekk fátt upp í kvöld." „Jákvæðasti punkturinn var kannski að við töpuðum bara með sex mörkum en ekki tólf eins og það stefndi í." „Það eru bara tveir rosalegir úrslitaleikir eftir fyrir okkur og við verðum bara að vinna þá báða til að komast í úrslitakeppnina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Vilhelm hér að ofan.Aron: Stjórnuðum leiknum vel og gáfum fá færi á okkur „Ég er auðvita bara rosalega ánægður með sigurinn," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Vörnin var sterk allan leikinn sem og markvarslan. Við náðum að stjórna hraða leiksins vel og refsuðum nokkrum sinnum með hröðum sóknum." „Svona lengst af náðum við að spila flottan sóknarleik, fjölbreyttur og öflugur. Fengum góð mörk utan af velli og Heimir Óli var öflugur á línunni." Hægt er að sjá viðtalið við Aron með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira