Jenson Button vann ástralska kappaksturinn Birgir Þór Harðarson skrifar 18. mars 2012 07:48 McLaren-menn eiga virkilega góðan séns í heimsmeistaramótinu í ár. Bílarnir líta vel út. nrodicphotos/afp Jenson Button, á McLaren bíl, fór með sigur af hólmi í ástralska kappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa ræst í sjötta sæti á ráslínunni. Liðsfélagi Button hjá McLaren, Lewis Hamilton, sem ræsti fremstur í mótinu í dag og endaði þriðji. Roman Grosjean ræsti þriðji en náði ekki að ljúka mótinu í Lotus bíl sínum. Síðasti hringurinn í mótinu reyndist dramatískur: Nico Rosberg á Mercedes sem virtist eiga stigasæti víst lenti í vandræðum og krækti ekki í stigin mikilvægu. Paul di Resta á Force India krækti í síðasta sigasætið með því að taka fram úr Jean-Eric Vergne á Toro Rosso eftir síðustu beygju í mótinu. Kimi Raikkönen á Lotus krækti í sjöunda sætið eftir lélega tímatöku í gær. Fernando Alonso sótti sjötta sætið en var undir mikilli pressu frá Pastor Maldonado á Williams bíl þar til Maldonado missti stjórn á bílnum og eyðilagði hann í síðasta hring. "Hver sigur er mikilvægur," sagði Button eftir mótið. "Þetta sýnir bara hversu mikilvægt er að eiga góðan vetur í Formúlunni. Við höfum átt góðan vetur í ár og byrjum með góðan bíl." Vettel var ánægður með sína frammistöðu og sagðist jafnvel hafa átt möguleika á sigri hefði öryggisbílinn ekki komið út í seinni hluta mótsins. Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button, á McLaren bíl, fór með sigur af hólmi í ástralska kappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa ræst í sjötta sæti á ráslínunni. Liðsfélagi Button hjá McLaren, Lewis Hamilton, sem ræsti fremstur í mótinu í dag og endaði þriðji. Roman Grosjean ræsti þriðji en náði ekki að ljúka mótinu í Lotus bíl sínum. Síðasti hringurinn í mótinu reyndist dramatískur: Nico Rosberg á Mercedes sem virtist eiga stigasæti víst lenti í vandræðum og krækti ekki í stigin mikilvægu. Paul di Resta á Force India krækti í síðasta sigasætið með því að taka fram úr Jean-Eric Vergne á Toro Rosso eftir síðustu beygju í mótinu. Kimi Raikkönen á Lotus krækti í sjöunda sætið eftir lélega tímatöku í gær. Fernando Alonso sótti sjötta sætið en var undir mikilli pressu frá Pastor Maldonado á Williams bíl þar til Maldonado missti stjórn á bílnum og eyðilagði hann í síðasta hring. "Hver sigur er mikilvægur," sagði Button eftir mótið. "Þetta sýnir bara hversu mikilvægt er að eiga góðan vetur í Formúlunni. Við höfum átt góðan vetur í ár og byrjum með góðan bíl." Vettel var ánægður með sína frammistöðu og sagðist jafnvel hafa átt möguleika á sigri hefði öryggisbílinn ekki komið út í seinni hluta mótsins.
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira