Sport

Mourinho vonast eftir því að mæta Chelsea í úrslitaleiknum

José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, vonast til þess að mæta sínu gamla félagi Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, vonast til þess að mæta sínu gamla félagi Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. AP
José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, vonast til þess að mæta sínu gamla félagi Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í 8 – liða úrslit og undanúrslit keppninnar á morgun og þá kemur í ljóst hvort draumur hins litríka portúgalska þjálfara getur ræst.

„Ég held að margir skilji ekki hve mikið ég elska Chelsea sem félag. Þeir verða verðugir mótherjar ef við mætum þeim í næstu umferð eða undanúrslitum. Ég myndi elska það að fá tækifæri til þess að mæta Chelsea í úrslitaleiknum," sagði Mourinho eftir sannfærandi 4-1 sigur Real Madrid gegn CSKA frá Moskvu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær á Santiago Bernabeu. Real Madrid sigraði samanlagt 5-2.

Chelsea náði að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum keppninnar með mögnuðum 4-1 sigri gegn Napólí á heimavelli, þar sem úrslitin réðust í framlengingu.

Mourinho hrósaði landa sínum Cristiano Ronaldo eftir 4-1 sigurinn en Ronaldo hefur skorað 19 mörk í Meistaradeildinni fyrir Real Madrid í 24 leikjum. Ronaldo skoraði tvívegis í gær.

„Ronaldo er ótrúlegur. Ég hélt að hann gæti ekki bætt sig eftir síðasta leiktímabil, en hann er á allt öðrum stað í dag, og mun betri," sagði Mourinho. Real Madrid hefur sigrað 9 sinnum í keppni bestu liða Evrópu frá því að fyrsta var byrjað að keppa árið 1955.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×