Innlent

Rolex-ræningi úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 21. mars

Pólverji, sem grunaður er um rán í úraverslun Michelsen á Laugavegi í október í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til 21. mars. Maðurinn var handtekinn í Sviss í síðasta mánuði ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður um aðild að ráninu.

Vitorðsmaðurinn er enn í Sviss en hann sætir rannsókn þar ytra.

Fjórir menn komu að ráninu og gengur einn þeirra enn laus. Talið er að hann sé í Póllandi.


Tengdar fréttir

Rolex-ræningi á leið til landsins í dag - von á hinum síðar

Pólverji sem grunaður er um rán í úraverslunin Michelsen á Laugavegi í október í fyrra er væntanlegur til landsins í dag en hann var ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður í málinu handtekinn í Sviss í síðasta mánuði. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir hjá Ríkissaksóknara segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum um leið og hann kemur til landsins. Síðan tekur við rannsókn á þætti mannsins í ráninu.

Rolex-ræninginn í héraðsdómi

Pólverji sem grunaður er um rán í úraverslun Michelsen á Laugavegi í október í fyrra er kominn til landsins og er dómari nú að taka afstöðu til kröfu Ríkissaksóknara um gæsluvarðhald yfir honum. Maðurinn var ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður í málinu handtekinn í Sviss í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×