Innlent

Slæm hegðun fanga, veiran skæða og sundballett

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa en haldi sama þróun áfram geti skapast vandamál. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum við formann farsóttanefndar Landspítalans sem segir fjölgun covid-smita valda manneklu á ýmsum deildum. Heimsóknartími verður takmarkaður og til greina kemur að loka alfarið fyrir heimsóknir.

Þá verður farið yfir stöðuna á Reykjanesi en búist er við eldgosi innan næstu þriggja vikna og auknar líkur eru taldar á að það verði innan marka Grindavíkur þar sem virknin virðist sífellt færast sunnar.

Við förum yfir stöðuna á húsnæðismarkaði en hagfræðingur Viðskiptaráðs segir aðgerðir stjórnvalda bæði óskilvirkar og dýrar. Nauðsynlegt sé að skoða nýjar leiðir. Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Reykjavíkurhöfn með smábátasjómanni sem er ósáttur við endalok veiðitímabilsins, kynnum okkur nýstárlega ferðamennsku í Kaupmannahöfn og verðum í beinni frá Vesturbæjarlaug þar sem við kíkjum í sundballettíma.

Í Sportpakkanum verður svo meðal annars rætt við Patrik Gunnarsson sem er genginn til liðs við belgíska félagið Kortrik og hlakkar til að spila undir stjórn Freys Alexanderssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×