Körfubolti

Íris með slitið krossband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íris eftir að hún meiddist á mánudagskvöldið.
Íris eftir að hún meiddist á mánudagskvöldið. Mynd/Stefán
Íris Sverrisdóttir spilar ekki meira með Haukum á tímabilinu þar sem hún er með slitið krossband. Þetta var staðfest á heimasíðu Hauka í dag.

Íris meiddist í leik Hauka og Keflavíkur undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna á mánudagskvöldið. Haukar unnu leikinn og eru með 2-0 forystu í einvíginu. Þeir geta tryggt sér sæti í úrslitarimmunni með sigri í Keflavík í kvöld.

Það er ljóst að Íris verður lengi frá keppni en hún mun fara í aðgerð í júní næstkomandi. Ef allt gengur að óskum ætti hún að geta spilað aftur í febrúar á næsta ári.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir Hauka en Íris er 21 árs gömul og hefur skorað 12,6 stig að meðaltali í leikjum liðsins í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×