Hamilton á ráspól í Malasíu og Button annar Birgir Þór Harðarson skrifar 24. mars 2012 09:25 Schumacher, Hamilton og Button ræsa fremstir í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp McLaren ökuþórarnir endurtóku leikinnfrá því í Ástralíu fyrir viku síðan og röðuðu bílum sínum fremst á ráslínuna fyrir kappaksturinn í Malasíu á morgun. Í þriðja sæti ræsir Michael Schumacher á Mercedes. Þetta er besti árangur Schumachers eftir að hann snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010. "Við reyndum að finna bestu málamiðlunina á milli tímatökunnar og keppninnar og þriðja sætið er því mjög góður árangur ef við skoðum hverjir eru fyrir aftan okkur," sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Hamilton ók frábæran hring og átti lang besta tíma lengi framan af í tímatökunum. Liðsfélagi hans og Schumacher voru þeir einu sem áttu einhvern séns í að bæta tíma Hamilton. Sebastian Vettel ók einn fljúgandi hring á mjúku dekkjunum en setti lélegan tíma. Liðið skipti þá yfir á hörðu dekkjagerðina og Vettel bætti tíma sinn. Hann mun því ræsa á harðari dekkjunum í fimmta sæti. Það verður áhugavert að sjá hvernig hin liðin bregðast við því. Liðfélagi Vettels, Mark Webber ræsir fjórði. Ferrari átti mjög erfiða tímatöku. Felipe Massa komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Fernando Alonso sagði níunda besta tíma það besta sem mögulega var hægt að fá út úr bílnum. Paul di Resta sigraði einvígið gegn liðsfélaga sínum, Nico Hulkenberg, í þetta skiptið. Force India slagurinn er annað sem spennandi verður að fylgjast með í kappakstrinum á morgun. @VisirSport fylgdist með tímatökunni á Twitter og fylgist með kappakstrinum aftur á morgun. Rásröðin í kappakstrinum á morgun.1. Hamilton 2. Button 3. Schumacher 4. Webber 5. Vettel 6. Grosjean 7. Rosberg 8. Alonso 9. Perez 10. Raikkönen 11. Maldonado 12. Massa 13. Senna 14. di Resta 15. Ricciardo 16. Hulkenberg 17. Kobayashi 18. Vergne 19. Petrov 20. Glock 21. Pic 22. de la Rosa 23. Karthikeyan 24. Kovalainen Formúla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
McLaren ökuþórarnir endurtóku leikinnfrá því í Ástralíu fyrir viku síðan og röðuðu bílum sínum fremst á ráslínuna fyrir kappaksturinn í Malasíu á morgun. Í þriðja sæti ræsir Michael Schumacher á Mercedes. Þetta er besti árangur Schumachers eftir að hann snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010. "Við reyndum að finna bestu málamiðlunina á milli tímatökunnar og keppninnar og þriðja sætið er því mjög góður árangur ef við skoðum hverjir eru fyrir aftan okkur," sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Hamilton ók frábæran hring og átti lang besta tíma lengi framan af í tímatökunum. Liðsfélagi hans og Schumacher voru þeir einu sem áttu einhvern séns í að bæta tíma Hamilton. Sebastian Vettel ók einn fljúgandi hring á mjúku dekkjunum en setti lélegan tíma. Liðið skipti þá yfir á hörðu dekkjagerðina og Vettel bætti tíma sinn. Hann mun því ræsa á harðari dekkjunum í fimmta sæti. Það verður áhugavert að sjá hvernig hin liðin bregðast við því. Liðfélagi Vettels, Mark Webber ræsir fjórði. Ferrari átti mjög erfiða tímatöku. Felipe Massa komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Fernando Alonso sagði níunda besta tíma það besta sem mögulega var hægt að fá út úr bílnum. Paul di Resta sigraði einvígið gegn liðsfélaga sínum, Nico Hulkenberg, í þetta skiptið. Force India slagurinn er annað sem spennandi verður að fylgjast með í kappakstrinum á morgun. @VisirSport fylgdist með tímatökunni á Twitter og fylgist með kappakstrinum aftur á morgun. Rásröðin í kappakstrinum á morgun.1. Hamilton 2. Button 3. Schumacher 4. Webber 5. Vettel 6. Grosjean 7. Rosberg 8. Alonso 9. Perez 10. Raikkönen 11. Maldonado 12. Massa 13. Senna 14. di Resta 15. Ricciardo 16. Hulkenberg 17. Kobayashi 18. Vergne 19. Petrov 20. Glock 21. Pic 22. de la Rosa 23. Karthikeyan 24. Kovalainen
Formúla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira