Andy Murray vill skimun fyrir hjartasjúkdómum í tennis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 14:00 Murray gefur upp á Flórída. Nordic Photos / Getty Images Tenniskappinn Andy Murray vill að keppendur í tennis og öðrum íþróttum gangist undir reglulega skimun fyrir hjartasjúkdómum. Hann segir að skylda ætti keppendur í flestum íþróttagreinum til þess að gangast undir skimun áður en þeir fá að keppa í móti. Guardian greinir frá þessu. Murray lét þessi ummæli falla í kjölfarið á hjartastoppi Fabrice Muamba, leikmanns Bolton, um síðustu helgi. Þá hneig Muamba til jarðar í miðjum leik gegn Tottenham. Hjarta hans stöðvaðist og fór ekki að slá aftur fyrr en eftir 78 mínútna tilraun til endurlífgunar. „Þetta hefur komið of oft fyrir. Hér í Bandaríkjunum hefur þetta gerst í körfubolta bæði á menntaskóla- og háskólastigi auk þess sem þetta hefur komið upp nokkrum sinnum í knattspyrnuleikjum," sagði Murray sem er meðal þátttakenda á Miami Masters-mótinu í Flórídafylki. Murray, sem er í fjórða sæti heimslistans, segist sjálfur gangast reglulega undir skimun og almenna læknisskoðun. Hann hafi byrjað á því fyrir þremur árum er hann varð var við aukna tíðni atvika á borð við hjartastopp Muamba um síðustu helgi. „Maður hefur ekki hugmynd um hversu mikið maður leggur á sjálfan sig á vellinum sökum þeirrar pressu og spennu sem fylgir atvinnumannaíþróttum í dag," sagði Murray. Murray, sem hefur fallið úr keppni í fyrsta leik á Miami Masters undanfarin ár, lagði Alejandro Falla frá Kólumbíu í tveimur settum, 6-2 og 6-3. Erlendar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
Tenniskappinn Andy Murray vill að keppendur í tennis og öðrum íþróttum gangist undir reglulega skimun fyrir hjartasjúkdómum. Hann segir að skylda ætti keppendur í flestum íþróttagreinum til þess að gangast undir skimun áður en þeir fá að keppa í móti. Guardian greinir frá þessu. Murray lét þessi ummæli falla í kjölfarið á hjartastoppi Fabrice Muamba, leikmanns Bolton, um síðustu helgi. Þá hneig Muamba til jarðar í miðjum leik gegn Tottenham. Hjarta hans stöðvaðist og fór ekki að slá aftur fyrr en eftir 78 mínútna tilraun til endurlífgunar. „Þetta hefur komið of oft fyrir. Hér í Bandaríkjunum hefur þetta gerst í körfubolta bæði á menntaskóla- og háskólastigi auk þess sem þetta hefur komið upp nokkrum sinnum í knattspyrnuleikjum," sagði Murray sem er meðal þátttakenda á Miami Masters-mótinu í Flórídafylki. Murray, sem er í fjórða sæti heimslistans, segist sjálfur gangast reglulega undir skimun og almenna læknisskoðun. Hann hafi byrjað á því fyrir þremur árum er hann varð var við aukna tíðni atvika á borð við hjartastopp Muamba um síðustu helgi. „Maður hefur ekki hugmynd um hversu mikið maður leggur á sjálfan sig á vellinum sökum þeirrar pressu og spennu sem fylgir atvinnumannaíþróttum í dag," sagði Murray. Murray, sem hefur fallið úr keppni í fyrsta leik á Miami Masters undanfarin ár, lagði Alejandro Falla frá Kólumbíu í tveimur settum, 6-2 og 6-3.
Erlendar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira