Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. AP Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. Tiger Woods hefur glímt við meiðsli í hásin undanfarin misseri en svo virðist sem að meiðslin séu úr sögunni í bili. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum - alls 18. „Mér líður vel, það er allt eins og það á að vera. Vonandi verður þetta svona áfram," sagði Woods að loknum fyrsta keppnisdeginum. Charlie Wie frá Suður-Kóreu og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru efstir og jafnir á 66 höggum. Bandaríkjamaðurinn Nick Watney er á 68 höggum í þriðja sæti mótsins. „Ég gerði ekkert sem var stórkostlegt á fyrsta hringnum en ég gerði fá mistök," bætti Woods við. Golf Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. Tiger Woods hefur glímt við meiðsli í hásin undanfarin misseri en svo virðist sem að meiðslin séu úr sögunni í bili. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum - alls 18. „Mér líður vel, það er allt eins og það á að vera. Vonandi verður þetta svona áfram," sagði Woods að loknum fyrsta keppnisdeginum. Charlie Wie frá Suður-Kóreu og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru efstir og jafnir á 66 höggum. Bandaríkjamaðurinn Nick Watney er á 68 höggum í þriðja sæti mótsins. „Ég gerði ekkert sem var stórkostlegt á fyrsta hringnum en ég gerði fá mistök," bætti Woods við.
Golf Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira