Erlent

Whitney Houston drukknaði í baði

Krufning hefur leitt í ljós að dánarmein stórsöngkonunnar Whitney Houston var drukknun. Svo vriðist sem hún hafi drukknað í baðkarinu þar sem hún fannst þann 11. febrúar síðastliðinn. Það er BBC sem greinir frá þessu.

Mikið hefur verið rætt um dánarmein söngkonunnar eftir að hún fannst látin á hótelherbergi sínu. Hún átti við fíkniefnavanda að stríða. Raunar fundust leifar kókaíns og róandi lyfja í blóði söngkonunnar, en ekki er talið að fíkniefnin hafi átt beinan þátt í dauða Houston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×