Innlent

Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Hátt í tvö þúsund manns hvaðan æva úr heiminum eru samankomnir hér í Hörpu um helgina í tilefni af EVE fanfest 2012 sem er einskonar þjóðhátíð þeirra sem spila þennan sívinsæla tölvuleik.

Hápunktur hátíðarinnar er heimsfrumsýning á nýjum tölvuleik CCP, DUST 514, nú síðdegis, leikurinn er svo kallaður free to play og er því fáanlegur öllum Play Station 3 notendurm án endurgjalds og er það í fyrsta skipti sem slíkt er gert á leikjatölvu.

„En svo tengist DUST inn í EVE svo við erum búin tengja saman leikjatölvuleik og PC tölvuleik og það hefur heldur aldrei verið gert, þannig þetta er ansi stór móment fyrir allan leikja iðnaðinn núna á eftir," segir Hilmar Veigar.

Nýji leikurinn gerist á plánetum úr EVE geimhagkerfinu á meðan EVE er um borð í geimskipum en leikirnir munu skarast að því leyti að hægt verður að skjóta geimskipin af plánetunum og öfugt.

„Þá fær dust ávinning af allri þessarri sögu og dramatík í EVE og bætir við hana frá hinum endanum svo saman munu þessir tveir leikir gera hvor annan sterkari," segir Hilmar Veigar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×