Stærsta sýningin til þessa 22. mars 2012 14:00 Meðlimir Attakatta, Rúna Thors, Ninna Margrét Þórarinsdóttir og Hanna Jónsdóttir. HönnunarMars fer af stað af miklum krafti í dag með fjölmörgum sýningum og uppákomum út um allan bæ. Meðal þeirra er Samsuða, glæsileg samsýning Félags vöru- og iðnhönnuða í Brimhúsinu við Hafnarbakkann þar sem þrjátíu og tveir hönnuðir frumsýna verk sín. Er sýningin stærsti og glæsilegasti viðburður félagsins til þessa. Sýningarstjórar Samsuðu er hönnunarteymið Attikatti sem samanstendur af þeim Hönnu Jónsdóttur, Báru Kristgeirsdóttur, Lilju Kjerúlf, Ninnu Margrét Þórarinsdóttur, Rúnu Thors og Hönnu Dís Whitehead. "Við erum þakklátar fyrir að fá þetta tækifæri. Síðustu daga höfum við lagt mikið á okkur til þess að gera Brimshúsið sem eftirminnilegast þessa daga. Lýsing, umgjörð, nafn sýningar, aðgengi, merkingar og kynningar og svo margt margt fleira er búið að eiga algjörlega hug okkar seinustu daga. Þetta hefur verið mikið ævintýri og við erum í skýjunum yfir þessu," segir Hanna Jónsdóttir í Attakatta. Sverð, ský, geisli, gjöf, kubbur, krukka og íssneið er aðeins brot af þeirri fjölbreyttu hönnun sem sjá má á sýningunni. Attikatti er einnig meðal sýnenda á Samsuðu en sýning þeirra á HönnunarMars í fyrra mæltist vel fyrir og var meðal annars valin fyrir besta andrúmsloftið. Opnun Samsuðu er í dag milli klukkan 16 og 18. Sýningin er síðan opin á föstudag milli klukkan 11 og 18, á laugardag milli klukkan 11 og 17 og á sunnudag milli klukkan 13 og 17.SÝNENDUR Á SAMSUÐUAð safna sjálfum sér Halla Kristín Hannesdóttir sýnir hirslu tileinkaða söfnurum. Nánar á hallastina.com.BÚ-barnagull BÚ-barnagull eru trédýr sem bæði eru leikföng og skrautmunir. Eftir hönnuðina Björg í bú.Gerist Njótum náttúrunnar – Verjur. Nýjung í minjagripaflórunni.Kot Ragnheiður Sigurðardóttir setur hlýleg munstur sveitakotsins í nýjan búning.Litla Gunna Stöllurnar í Marún sýna að ýmislegt má gera með íslenska þjóðbúninginn.Ratdesign Eldhúsáhöld úr birkikrossviði, tágum og sísalsnæri. Nánar á ratdesign.is.Fjölskylda & Feed me Anna Þórunn Hauksdóttir kynnir kertastjakana Fjölskylda og skálina Feed me.Ihanna Home Ingibjörg Hanna sýnir fylgihluti fyrir heimilið.Fjallaljós María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir sýnir ljós og myndverk.Reynir Sýrusson Hönnuðurinn Reynir Sýrusson frumsýnir nokkra nýja og spennandi hluti, þar á meðal hægindastólinn Slaka.Kisi Kölska/The Devil's Pets Sykursæt gæludýr fara hamförum í eldi og rísa upp úr öskunni sem litlir skínandi djöflar með hvesstar klær og eldtungur í augntóftum. Þórunn Árnadóttir.Berglind Snorra og Jón Snorri Hönnuðurnir Berglind Snorra og Jón Snorri Sigurðsson sýna blaðastand, borðbúnað og skartgripalínuna Uppsteyt.Noonfactory Noonfactory kynnir þrjár nýjar vörur: Kertaband, Hamingjupúða og Afgangur.Geislar Geislar er hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og sölu á umhverfisvænum geisla- skornum leikfangamódelum úr krossviði og gjafavörum úr stáli.Gjöf í gjöf Marín Manda Ívarsdóttir kynnir Gjöf í gjöf.Heika Heika er hitaeinangrandi glasahlíf unnin úr þæfðri íslenskri ull. Heika býður einnig upp á kynningu og kaffisopa á Kaffi Haiti við Tryggvagötu á laugardag milli klukkan 11 og 12.RIM RIM Black skartið er unnin úr blönduðum efnum og vísar til náttúru og þjóðsagna. Einnig til sýnis í Hrím Hönnunarhúsi og Leonard Kringlunni.Þúfi Þúfi er vara sem er ætluð börnum, hönnuð með það í huga að frjóvga ímyndunarafl barna og er innblásturinn fenginn úr hólum og þúfum íslenskrar náttúru. Hægt er að nota Þúfa bæði sem teppi og sem skjól með því að loka örmunum.S-Words Attakattateymið (Hanna Jónsdóttir, Hanna Dís Whitehead, Lilja Kjerúlf, Ninna Margrét Þórarinsdóttir og Rúna Thors) ætlar að sverja sig inn á Hönnunarmars með sýningunni S-WORDS þar sem s-verðin eiga eftir að koma öllum að óvörum. Þar mun einnig fara fram örnámskeið í sverðagerð auk þess sem Hanna og Rúna verða með verk unnin út frá orðinu continuity eða áframhald. Attakattarnir eru einnig stoltir sýningarstjórar Félags iðn- og vöruhönnuða í Brimshúsinu.Ísbúð Búbótar Ískaldur matarglaðningur frá hinni sunnlensku bændaverslun Búbót. Bragð íssins eru byggt á íslenskum matarhefðum og venjum sem flestum eru kunnug.Águstav Águstav kynnir nýja ölnota snaga sem eru hannaðir með einfaldleika í huga.Arctic Mood Arctic Mood hannar, framleiðir og flytur út hágæða vörur úr náttúrulegum og umhverfisvænum hráefnum.Framleiðsla.is Kynntur er nýr vefur framleiðsla.is sem er gagnagrunnur um framleiðslu, efni og aðferðir framleiðslu fyrirtækja á Íslandi. Einnig frumsýnir Studiobility nokkrar vörur hannaðar af Guðrúnu Lilju og Ólafi Ómarssyni sem verða framleiddar með fyrirtækjum þegar skráðum hjá framleiðslu.is. HönnunarMars Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
HönnunarMars fer af stað af miklum krafti í dag með fjölmörgum sýningum og uppákomum út um allan bæ. Meðal þeirra er Samsuða, glæsileg samsýning Félags vöru- og iðnhönnuða í Brimhúsinu við Hafnarbakkann þar sem þrjátíu og tveir hönnuðir frumsýna verk sín. Er sýningin stærsti og glæsilegasti viðburður félagsins til þessa. Sýningarstjórar Samsuðu er hönnunarteymið Attikatti sem samanstendur af þeim Hönnu Jónsdóttur, Báru Kristgeirsdóttur, Lilju Kjerúlf, Ninnu Margrét Þórarinsdóttur, Rúnu Thors og Hönnu Dís Whitehead. "Við erum þakklátar fyrir að fá þetta tækifæri. Síðustu daga höfum við lagt mikið á okkur til þess að gera Brimshúsið sem eftirminnilegast þessa daga. Lýsing, umgjörð, nafn sýningar, aðgengi, merkingar og kynningar og svo margt margt fleira er búið að eiga algjörlega hug okkar seinustu daga. Þetta hefur verið mikið ævintýri og við erum í skýjunum yfir þessu," segir Hanna Jónsdóttir í Attakatta. Sverð, ský, geisli, gjöf, kubbur, krukka og íssneið er aðeins brot af þeirri fjölbreyttu hönnun sem sjá má á sýningunni. Attikatti er einnig meðal sýnenda á Samsuðu en sýning þeirra á HönnunarMars í fyrra mæltist vel fyrir og var meðal annars valin fyrir besta andrúmsloftið. Opnun Samsuðu er í dag milli klukkan 16 og 18. Sýningin er síðan opin á föstudag milli klukkan 11 og 18, á laugardag milli klukkan 11 og 17 og á sunnudag milli klukkan 13 og 17.SÝNENDUR Á SAMSUÐUAð safna sjálfum sér Halla Kristín Hannesdóttir sýnir hirslu tileinkaða söfnurum. Nánar á hallastina.com.BÚ-barnagull BÚ-barnagull eru trédýr sem bæði eru leikföng og skrautmunir. Eftir hönnuðina Björg í bú.Gerist Njótum náttúrunnar – Verjur. Nýjung í minjagripaflórunni.Kot Ragnheiður Sigurðardóttir setur hlýleg munstur sveitakotsins í nýjan búning.Litla Gunna Stöllurnar í Marún sýna að ýmislegt má gera með íslenska þjóðbúninginn.Ratdesign Eldhúsáhöld úr birkikrossviði, tágum og sísalsnæri. Nánar á ratdesign.is.Fjölskylda & Feed me Anna Þórunn Hauksdóttir kynnir kertastjakana Fjölskylda og skálina Feed me.Ihanna Home Ingibjörg Hanna sýnir fylgihluti fyrir heimilið.Fjallaljós María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir sýnir ljós og myndverk.Reynir Sýrusson Hönnuðurinn Reynir Sýrusson frumsýnir nokkra nýja og spennandi hluti, þar á meðal hægindastólinn Slaka.Kisi Kölska/The Devil's Pets Sykursæt gæludýr fara hamförum í eldi og rísa upp úr öskunni sem litlir skínandi djöflar með hvesstar klær og eldtungur í augntóftum. Þórunn Árnadóttir.Berglind Snorra og Jón Snorri Hönnuðurnir Berglind Snorra og Jón Snorri Sigurðsson sýna blaðastand, borðbúnað og skartgripalínuna Uppsteyt.Noonfactory Noonfactory kynnir þrjár nýjar vörur: Kertaband, Hamingjupúða og Afgangur.Geislar Geislar er hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og sölu á umhverfisvænum geisla- skornum leikfangamódelum úr krossviði og gjafavörum úr stáli.Gjöf í gjöf Marín Manda Ívarsdóttir kynnir Gjöf í gjöf.Heika Heika er hitaeinangrandi glasahlíf unnin úr þæfðri íslenskri ull. Heika býður einnig upp á kynningu og kaffisopa á Kaffi Haiti við Tryggvagötu á laugardag milli klukkan 11 og 12.RIM RIM Black skartið er unnin úr blönduðum efnum og vísar til náttúru og þjóðsagna. Einnig til sýnis í Hrím Hönnunarhúsi og Leonard Kringlunni.Þúfi Þúfi er vara sem er ætluð börnum, hönnuð með það í huga að frjóvga ímyndunarafl barna og er innblásturinn fenginn úr hólum og þúfum íslenskrar náttúru. Hægt er að nota Þúfa bæði sem teppi og sem skjól með því að loka örmunum.S-Words Attakattateymið (Hanna Jónsdóttir, Hanna Dís Whitehead, Lilja Kjerúlf, Ninna Margrét Þórarinsdóttir og Rúna Thors) ætlar að sverja sig inn á Hönnunarmars með sýningunni S-WORDS þar sem s-verðin eiga eftir að koma öllum að óvörum. Þar mun einnig fara fram örnámskeið í sverðagerð auk þess sem Hanna og Rúna verða með verk unnin út frá orðinu continuity eða áframhald. Attakattarnir eru einnig stoltir sýningarstjórar Félags iðn- og vöruhönnuða í Brimshúsinu.Ísbúð Búbótar Ískaldur matarglaðningur frá hinni sunnlensku bændaverslun Búbót. Bragð íssins eru byggt á íslenskum matarhefðum og venjum sem flestum eru kunnug.Águstav Águstav kynnir nýja ölnota snaga sem eru hannaðir með einfaldleika í huga.Arctic Mood Arctic Mood hannar, framleiðir og flytur út hágæða vörur úr náttúrulegum og umhverfisvænum hráefnum.Framleiðsla.is Kynntur er nýr vefur framleiðsla.is sem er gagnagrunnur um framleiðslu, efni og aðferðir framleiðslu fyrirtækja á Íslandi. Einnig frumsýnir Studiobility nokkrar vörur hannaðar af Guðrúnu Lilju og Ólafi Ómarssyni sem verða framleiddar með fyrirtækjum þegar skráðum hjá framleiðslu.is.
HönnunarMars Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira