Alonso býst ekki við framförum í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 21. mars 2012 23:15 Alonso er ekki ánægður með bílinn sem Ferrari liðið skaffar honum í ár. Í malargryfjuna fór hann í tímatökum fyrir ástralska kappaksturinn. nordicphotos/afp Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segist ekki gera ráð fyrir að komast mikið ofar í malasíska kappakstrinum en hann gerði í þeim ástralska. Eins og greint hefur verið frá á Ferrari í miklu basli með bíl sinn í ár. Nýjasta árgerð þess rauða hefur alls ekki reynst nógu góður. Alonso býst því ekki við auðveldara móti í Malasíu. "Í Malasíu munum við aftur þurfa að verjast í kappakstrinum," lét Alonso hafa eftir sér á vefsíðu Ferrari. "Það er ekki við neinu öðru að búast því engar uppfærslur verða á bílnum frá því í Melbourne." Alonso lauk kappakstrinum í Ástralíu í fimmta sæti eftir að hafa haldið Pastor Maldonado á Williams bíl fyrir aftan sig síðasta þriðjung keppninar. Þá mun liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, fá nýjan bíl til umráða í Malasíu. Liðið mun senda þann sem Massa notaði í Ástralíu aftur til Ítalíu svo hægt sé að rannsaka hvað olli virkilega slökum árangri hans í Melbourne. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segist ekki gera ráð fyrir að komast mikið ofar í malasíska kappakstrinum en hann gerði í þeim ástralska. Eins og greint hefur verið frá á Ferrari í miklu basli með bíl sinn í ár. Nýjasta árgerð þess rauða hefur alls ekki reynst nógu góður. Alonso býst því ekki við auðveldara móti í Malasíu. "Í Malasíu munum við aftur þurfa að verjast í kappakstrinum," lét Alonso hafa eftir sér á vefsíðu Ferrari. "Það er ekki við neinu öðru að búast því engar uppfærslur verða á bílnum frá því í Melbourne." Alonso lauk kappakstrinum í Ástralíu í fimmta sæti eftir að hafa haldið Pastor Maldonado á Williams bíl fyrir aftan sig síðasta þriðjung keppninar. Þá mun liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, fá nýjan bíl til umráða í Malasíu. Liðið mun senda þann sem Massa notaði í Ástralíu aftur til Ítalíu svo hægt sé að rannsaka hvað olli virkilega slökum árangri hans í Melbourne.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira