Handbolti

Afturelding vann átta marka sigur á Gróttu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmar Stefánsson skoraði 7 mörk í kvöld.
Hilmar Stefánsson skoraði 7 mörk í kvöld. Mynd/Anton
Afturelding vann átta marka heimasigur á Gróttu, 34-26, í uppgjöri tveggja neðstu liðanna í N1 deild karla í handbolta í kvöld en Mosfellingar voru öryggir með sjöunda sætið fyrir leikinn.

Grótta byrjaði betur og var 16-12 yfir í hálfleik en Mosfellingar unnu seinni hálfleikinn 22-10 og þar með leikinn með átta marka mun. Afturelding vann allar þrjár innbyrðisviðureignir liðanna í vetur en þær tvær fyrri með aðeins samtals þremur mörkum.



Afturelding - Grótta 34-26 (12-16)

Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 7, Hrafn Ingvarsson 7, Jóhann Jóhannsson 6, Elvar Magnússon 5, Jón Andri Helgason 4, Einar Héðinsson 2, Sverrir Hermannsson 1, Pétur Júníusson 1, Fannar Helgi Rúnarsson 1.

Mörk Gróttu: Þorgrímur Smári Ólafsson 9, Þórir Jökull Finnbogason 5, Óttar Steingrímsson 3,

Kristján Orri Jóhannsson 3, Jóhann Gísli Jóhannesson 2, Ágúst Birgisson 1, Benedikt Reynir Kristinsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×