Ólafur Ragnar sigurstranglegastur - Þóra líklegust til að fella hann 5. apríl 2012 18:40 Allir forsetaframbjóðendur hyggjast beita hinu umdeilda synjunarvaldi forseta, sem öryggisventil, komist þeir á Bessastaði. Almannatengill telur sitjandi forseta sigurstranglegastan, Þóra Arnórsdóttir sé hins vegar líklegust til að fella hann. Umdeildustu athafnir Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli eru án vafa þau þrjú skipti sem hann neitaði að að staðfesta lög frá alþingi, fyrstur forseta í Íslandssögunni. Synjunarvald forseta eru að segja má einu virku pólitísku völdin sem forsetinn hefur. Því má ætla að marga leiki forvitni á að vita hvort þeir sem nú hafa boðið sig fram hyggist beita þessu valdi, telji þeir þörf á. Þóra Arnórsdóttir, nýjasti forsetaframbjóðandinn sagði þetta í gær: „Forsetinn á ekki að blanda sér í pólitísk deilumál eða rökræður. En að sama skapi þá er hann ekki áhrifalaus. Þessi sömu stjórnvöld vita að 26. grein stjórnarskrárinnar er virk og forsetinn, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, hefur meðal annars það hlutverk að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill. Öryggisventill í neyðartilvikum." Hún myndi samkvæmt þessu beita synjunarvaldi forsetans í neyðartilvikum yrði hún kjörin. Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: "Málskotsrétturinn er öryggisloki sem ber að beita af varfærni en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur." Hún hyggst því líka beita synjunarvaldinu, þegar við á. Ástþór Magnússon vill að forsetinn: „virkji neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar." Hann segir því já. Ekki náðist í Hannes Bjarnason frambjóðanda sem býr í Noregi, hvorki með tölvupósti né síma. Hins vegar má lesa það út úr texta af heimasíðu hans, jaforseti.is, að hann myndi beita þessu valdi: „...við búum við lýðræði sem er skilgreint í Stjórnarskrá landsins. Forseti Íslands á að notfæra sér þann rétt sem honum er þar veittur til að hlúa að lýðræðinu." Og loks er það Jón Lárusson rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild sem var fyrstur til að bjóða sig fram. Hann kveðst myndu beita synjunarvaldinu þegar alþingi er ekki í takti við þjóðarviljann. Svo virðist því sem allir frambjóðendur sem komnir eru fram hyggist beita þessu umdeilda valdi við ákveðna aðstæður. Almannatengillinn Jón Hákon Magnússon segir frambjóðendur ekki geta annað en lýst yfir vilja til að nýta neitunarvaldið, eftir tíð Ólafs í embætti. En hvernig les hann stöðuna nú? „Ég held í augnablikinu sé Ólafur ennþá sterkastur. Meðal annars vegna þess að það eru margir í framboði en ég að held að númer tvö sé Þóra og að hún muni sækja á hann. Ef það bætist enginn annar við þá verður hún sennilega sterkust. En ef það kemur einhver önnur kona sem er líka þekkt og með gott bakland þá verður hún í meiri vandræðum heldur en Ólafur." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Allir forsetaframbjóðendur hyggjast beita hinu umdeilda synjunarvaldi forseta, sem öryggisventil, komist þeir á Bessastaði. Almannatengill telur sitjandi forseta sigurstranglegastan, Þóra Arnórsdóttir sé hins vegar líklegust til að fella hann. Umdeildustu athafnir Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli eru án vafa þau þrjú skipti sem hann neitaði að að staðfesta lög frá alþingi, fyrstur forseta í Íslandssögunni. Synjunarvald forseta eru að segja má einu virku pólitísku völdin sem forsetinn hefur. Því má ætla að marga leiki forvitni á að vita hvort þeir sem nú hafa boðið sig fram hyggist beita þessu valdi, telji þeir þörf á. Þóra Arnórsdóttir, nýjasti forsetaframbjóðandinn sagði þetta í gær: „Forsetinn á ekki að blanda sér í pólitísk deilumál eða rökræður. En að sama skapi þá er hann ekki áhrifalaus. Þessi sömu stjórnvöld vita að 26. grein stjórnarskrárinnar er virk og forsetinn, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, hefur meðal annars það hlutverk að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill. Öryggisventill í neyðartilvikum." Hún myndi samkvæmt þessu beita synjunarvaldi forsetans í neyðartilvikum yrði hún kjörin. Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: "Málskotsrétturinn er öryggisloki sem ber að beita af varfærni en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur." Hún hyggst því líka beita synjunarvaldinu, þegar við á. Ástþór Magnússon vill að forsetinn: „virkji neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar." Hann segir því já. Ekki náðist í Hannes Bjarnason frambjóðanda sem býr í Noregi, hvorki með tölvupósti né síma. Hins vegar má lesa það út úr texta af heimasíðu hans, jaforseti.is, að hann myndi beita þessu valdi: „...við búum við lýðræði sem er skilgreint í Stjórnarskrá landsins. Forseti Íslands á að notfæra sér þann rétt sem honum er þar veittur til að hlúa að lýðræðinu." Og loks er það Jón Lárusson rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild sem var fyrstur til að bjóða sig fram. Hann kveðst myndu beita synjunarvaldinu þegar alþingi er ekki í takti við þjóðarviljann. Svo virðist því sem allir frambjóðendur sem komnir eru fram hyggist beita þessu umdeilda valdi við ákveðna aðstæður. Almannatengillinn Jón Hákon Magnússon segir frambjóðendur ekki geta annað en lýst yfir vilja til að nýta neitunarvaldið, eftir tíð Ólafs í embætti. En hvernig les hann stöðuna nú? „Ég held í augnablikinu sé Ólafur ennþá sterkastur. Meðal annars vegna þess að það eru margir í framboði en ég að held að númer tvö sé Þóra og að hún muni sækja á hann. Ef það bætist enginn annar við þá verður hún sennilega sterkust. En ef það kemur einhver önnur kona sem er líka þekkt og með gott bakland þá verður hún í meiri vandræðum heldur en Ólafur."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira