Aron Karlsson ákærður fyrir fjársvik vegna sölu á fasteign til Kínverja Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. apríl 2012 19:00 Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Aroni Karlssyni kaupsýslumanni vegna fjársvika í tengslum við sölu á stórhýsi við Skúlagötu til kínverska sendiráðsins. Málið hefur verið í rannsókn í tvö og hálft ár. Ákæran var send Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn síðastliðinn. Embætti sérstaks saksóknara varðist allra frétta í gær og í fyrradag þegar fréttastofan grennslaðist fyrir um málið. Ákæran hafði ekki verið birt Aroni á fjórða tímanum í dag, en fréttastofa Rúv greindi síðan frá málinu í fréttum klukkan sex og nafngreindi Aron. Málið snýst um fasteignina við Skúlagötu 51. Umrætt hús var í eigu feðganna Arons Karlssonar og Karls Steingrímssonar, sem gjarnan er kenndur við Pelsinn. Feðgarnir hafa verið býsna umsvifamiklir í fasteignaviðskiptum á undanförnum árum. Á húsinu við Skúlagötu hvíldu fjögur tryggingarbréf í eigu Arion Banka, slitastjórnar Glitnis og Íslandsbanka. Hvert bréf stóð í 246 milljónum króna haustið 2008. Upphaflega var húsið í eigu félagsins Vindasúlna ehf, sem er í eigu þeirra feðga. Hinn 2. desember 2009 var gert tilboð í húsið af hálfu indversks félags. Húsið var aftur á móti flutt út úr Vindasúlum ehf. hinn níu dögum síðar, hinn 11. desember og inn í eignarhaldsfélagið 2007 ehf. Þremur dögum síðar gerði sami aðili annað tilboð í húsið upp á 575 milljónir króna. Þann 16. desember féllust bankar sem höfðu veð í fasteigninni á tilboðið og gengið var frá sölunni. En aðeins degi síðar seldi hinn nýi eigandi húsið til kínverska sendiráðsins fyrir 870 milljónir króna. Bankarnir sem áttu veð í fasteigninni telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna og kærðu málið til lögreglunnar. Fjársvik samt almennum hegningarlögum felast í að styrkja eða hagnýta sér villu brotaþola um einhver atvik og hafa þannig fé af honum eð aöðrum. Fjársvik Arons Karlssonar eru talin felast í því að hafa útbúið áðurnefnda fléttu í desember 2009 og þannig haft fé af bönkunum sem áttu veðréttindi í fasteigninni. Hinn 19. janúar 2010 framkvæmdi efnahagsbrotadeild húsleitir á þremur stöðum vegna málsins, m.á skrifstofu feðganna. Það var svo á mánudag sem gefin var út ákæra í málinu, eins og áður segir. Aron Karlsson er einn ákærður en fjársvik geta varðað allt að sex ára fangelsi, samkvæmt almennum hegningarlögum. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Aroni Karlssyni kaupsýslumanni vegna fjársvika í tengslum við sölu á stórhýsi við Skúlagötu til kínverska sendiráðsins. Málið hefur verið í rannsókn í tvö og hálft ár. Ákæran var send Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn síðastliðinn. Embætti sérstaks saksóknara varðist allra frétta í gær og í fyrradag þegar fréttastofan grennslaðist fyrir um málið. Ákæran hafði ekki verið birt Aroni á fjórða tímanum í dag, en fréttastofa Rúv greindi síðan frá málinu í fréttum klukkan sex og nafngreindi Aron. Málið snýst um fasteignina við Skúlagötu 51. Umrætt hús var í eigu feðganna Arons Karlssonar og Karls Steingrímssonar, sem gjarnan er kenndur við Pelsinn. Feðgarnir hafa verið býsna umsvifamiklir í fasteignaviðskiptum á undanförnum árum. Á húsinu við Skúlagötu hvíldu fjögur tryggingarbréf í eigu Arion Banka, slitastjórnar Glitnis og Íslandsbanka. Hvert bréf stóð í 246 milljónum króna haustið 2008. Upphaflega var húsið í eigu félagsins Vindasúlna ehf, sem er í eigu þeirra feðga. Hinn 2. desember 2009 var gert tilboð í húsið af hálfu indversks félags. Húsið var aftur á móti flutt út úr Vindasúlum ehf. hinn níu dögum síðar, hinn 11. desember og inn í eignarhaldsfélagið 2007 ehf. Þremur dögum síðar gerði sami aðili annað tilboð í húsið upp á 575 milljónir króna. Þann 16. desember féllust bankar sem höfðu veð í fasteigninni á tilboðið og gengið var frá sölunni. En aðeins degi síðar seldi hinn nýi eigandi húsið til kínverska sendiráðsins fyrir 870 milljónir króna. Bankarnir sem áttu veð í fasteigninni telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna og kærðu málið til lögreglunnar. Fjársvik samt almennum hegningarlögum felast í að styrkja eða hagnýta sér villu brotaþola um einhver atvik og hafa þannig fé af honum eð aöðrum. Fjársvik Arons Karlssonar eru talin felast í því að hafa útbúið áðurnefnda fléttu í desember 2009 og þannig haft fé af bönkunum sem áttu veðréttindi í fasteigninni. Hinn 19. janúar 2010 framkvæmdi efnahagsbrotadeild húsleitir á þremur stöðum vegna málsins, m.á skrifstofu feðganna. Það var svo á mánudag sem gefin var út ákæra í málinu, eins og áður segir. Aron Karlsson er einn ákærður en fjársvik geta varðað allt að sex ára fangelsi, samkvæmt almennum hegningarlögum.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira