Nú er óvíst hvort mótið í New York 2013 fari fram Birgir Þór Harðarson skrifar 17. apríl 2012 19:00 Brautin og áform um mótið í New York var kynnt síðastliðið haust með Manhattan í baksýn. nordicphotos/afp Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir nú óvíst hvort Ameríkukappaksturinn fari fram í New Jersey árið 2013 eins og ráðgert er, vegna þess að brautin verður hugsanlega ekki tilbúin. Mótið á að fara fram á bökkum Hudson ár sem rennur milli Manhattan og New Jersey, með skýjakljúfana í New York í bakgrunn, í júní á næsta ári. "Mótið verður kannski í New York árið 2013," sagði Bernie við BBC Sport. "Það er spurning um hvenær það verður: árið 2013 eða 2014." Þetta er í fyrsta sinn sem óvissa skapast um þetta mót, sem verður annar nýr vettvangur Formúlu 1 í Bandaríkjunum. Bandaríski kappaksturinn í Austin í Texas er á áætlun og verður næst síðasti kappakstur ársins, þann 18. nóvember. Mikil óvissa hefur verið um hvort brautin í Austin verði tilbúin í tæka tíð en hana er verið að byggja frá grunni. Ekki bætir lagalegur ágreiningur um kappaksturinn stöðuna. Ný mót á dagskrá FormúlunnarBrautin í New York og byggingarnar sem á að byggja í tengslum við mótið.nordicphotos/afpBernie Ecclestone hefur verið duglegur við að hrista upp í dagatali Formúlunnar undanfarin ár. Mótin í Evrópu eiga undir högg að sækja því áhugi í öðrum heimsálfum á Formúlunni fer vaxandi og fjármagnið sem mótshaldarar þar eru tilbúnir að leggja fram, í samræmi við það. Mótshaldarar á Spa-Francorchamps-brautinni í Belgíu hafa til dæmis samþykkt að halda mótið annað hvert ár, á móti franska kappakstrinum sem færi þá að öllum líkindum fram á Paul Ricard-brautinni í Suður-Frakklandi. Þetta er sá háttur sem mótshaldarar í Þýskalandi hafa viðhaft í nokkur ár. Þýski kappakturinn fer því ýmist fram á Nürburgring eða Hockenheim. "Við viljum ekki fleiri mót," hefur Ecclestone látið hafa eftir sér og það virðist vera almennt viðhorf keppnisliðanna líka. Tímabilinu, sem telur nú 20 mót og stendur frá mars og fram í lok nóvember, fylgir gríðarlegt álag á starfsmenn liðanna sem og aukinn ferða- og rekstrarkostnaður við hvert nýtt mót. Formúla 1 hefur ekki keppt í Frakklandi síðan 2008, þá á Magny Cours í Mið-Frakklandi. Búist var við því fyrir nokkru að Frakkar myndu skrifa undir nýjan samning við Ecclestone og halda kappakstur á næsta ári á Paul Ricard, en af því varð ekki. Það er því enn óljóst hvort franski kappaksturinn verði á dagskrá næsta árs. Í þessa þrautarvinnu sem fylgir skipulagningu Formúlu 1-móta flækist svo mikil pólitík. Þannig er nefninlega ástatt í frönskum stjórnmálum að ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, forseta landsins, hefur lofað stuðningi sínum við franskt mót á Paul Ricard. Kosningar eru á næsta leiti í Frakklandi og óvíst er hvort ríkisstjórn Sarkozy heldur velli, svo lélegt fylgi hlýtur stjórnin í skoðanakönnunum. Formúla Tengdar fréttir Frakkar gætu haldið F1 kappakstur að ári 29. mars 2012 23:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir nú óvíst hvort Ameríkukappaksturinn fari fram í New Jersey árið 2013 eins og ráðgert er, vegna þess að brautin verður hugsanlega ekki tilbúin. Mótið á að fara fram á bökkum Hudson ár sem rennur milli Manhattan og New Jersey, með skýjakljúfana í New York í bakgrunn, í júní á næsta ári. "Mótið verður kannski í New York árið 2013," sagði Bernie við BBC Sport. "Það er spurning um hvenær það verður: árið 2013 eða 2014." Þetta er í fyrsta sinn sem óvissa skapast um þetta mót, sem verður annar nýr vettvangur Formúlu 1 í Bandaríkjunum. Bandaríski kappaksturinn í Austin í Texas er á áætlun og verður næst síðasti kappakstur ársins, þann 18. nóvember. Mikil óvissa hefur verið um hvort brautin í Austin verði tilbúin í tæka tíð en hana er verið að byggja frá grunni. Ekki bætir lagalegur ágreiningur um kappaksturinn stöðuna. Ný mót á dagskrá FormúlunnarBrautin í New York og byggingarnar sem á að byggja í tengslum við mótið.nordicphotos/afpBernie Ecclestone hefur verið duglegur við að hrista upp í dagatali Formúlunnar undanfarin ár. Mótin í Evrópu eiga undir högg að sækja því áhugi í öðrum heimsálfum á Formúlunni fer vaxandi og fjármagnið sem mótshaldarar þar eru tilbúnir að leggja fram, í samræmi við það. Mótshaldarar á Spa-Francorchamps-brautinni í Belgíu hafa til dæmis samþykkt að halda mótið annað hvert ár, á móti franska kappakstrinum sem færi þá að öllum líkindum fram á Paul Ricard-brautinni í Suður-Frakklandi. Þetta er sá háttur sem mótshaldarar í Þýskalandi hafa viðhaft í nokkur ár. Þýski kappakturinn fer því ýmist fram á Nürburgring eða Hockenheim. "Við viljum ekki fleiri mót," hefur Ecclestone látið hafa eftir sér og það virðist vera almennt viðhorf keppnisliðanna líka. Tímabilinu, sem telur nú 20 mót og stendur frá mars og fram í lok nóvember, fylgir gríðarlegt álag á starfsmenn liðanna sem og aukinn ferða- og rekstrarkostnaður við hvert nýtt mót. Formúla 1 hefur ekki keppt í Frakklandi síðan 2008, þá á Magny Cours í Mið-Frakklandi. Búist var við því fyrir nokkru að Frakkar myndu skrifa undir nýjan samning við Ecclestone og halda kappakstur á næsta ári á Paul Ricard, en af því varð ekki. Það er því enn óljóst hvort franski kappaksturinn verði á dagskrá næsta árs. Í þessa þrautarvinnu sem fylgir skipulagningu Formúlu 1-móta flækist svo mikil pólitík. Þannig er nefninlega ástatt í frönskum stjórnmálum að ríkisstjórn Nicolas Sarkozy, forseta landsins, hefur lofað stuðningi sínum við franskt mót á Paul Ricard. Kosningar eru á næsta leiti í Frakklandi og óvíst er hvort ríkisstjórn Sarkozy heldur velli, svo lélegt fylgi hlýtur stjórnin í skoðanakönnunum.
Formúla Tengdar fréttir Frakkar gætu haldið F1 kappakstur að ári 29. mars 2012 23:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira