Krugman: Leiðtogar Evrópuríkja að gera gríðarleg efnahagsleg mistök 16. apríl 2012 23:37 Paul Krugman, prófessor í hagfræði og Nóbelsverðlaunahafi frá árinu 2008. Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur hjá New York Times, segir að leiðtogar Evrópuríkja haldi áfram að gera gríðarleg efnhagsleg og pólitísk mistök, sem allur heimurinn muni gjalda fyrir á endanum. Þetta kemur fram í pistli Krugmans sem ber heitið Efnahagslegt sjálfsmorð Evrópu (European Economic Suicide). Krugman segist hafa verið vongóður um að leiðtogar Evruríkjanna myndu læra af mistökum sínum, eftir að Evrópski seðlabankinn lánaði bönkuðum ríflega 1.000 milljarða evra, fyrst ríflega 530 milljarða evra í desember í fyrra og síðan afganginn eftir áramótin. Því miður hafi þeir ekki gert það. Krugman segir ekkert benda til þess að leiðtogar Evrópuríkja hafi endurskoðað hvernig sé verið að taka á málum, þvert á móti sé gripið til aðgerða sem mun bara dýpka vandamálin frekar, einkum í ríkjum þar sem atvinnuleysi er hátt. Hraður og mikill niðurskurður ríkisútgjalda sé ekki lausn á vanda sem sé mun djúpstæðari og tengist því að evran vinni beinlínis gegn hagsmununum margra ríkja Evrópu. Krugman lýkur pistli sínum á eftirfarandi orðum: "Leiðtogar Evrópuríkja virðast staðráðnir í því að keyra efnahagskerfi - og samfélögin - fram af hengibrún. og allur heimurinn mun líða fyrir það." Sjá má pistil Krugmans hér. Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur hjá New York Times, segir að leiðtogar Evrópuríkja haldi áfram að gera gríðarleg efnhagsleg og pólitísk mistök, sem allur heimurinn muni gjalda fyrir á endanum. Þetta kemur fram í pistli Krugmans sem ber heitið Efnahagslegt sjálfsmorð Evrópu (European Economic Suicide). Krugman segist hafa verið vongóður um að leiðtogar Evruríkjanna myndu læra af mistökum sínum, eftir að Evrópski seðlabankinn lánaði bönkuðum ríflega 1.000 milljarða evra, fyrst ríflega 530 milljarða evra í desember í fyrra og síðan afganginn eftir áramótin. Því miður hafi þeir ekki gert það. Krugman segir ekkert benda til þess að leiðtogar Evrópuríkja hafi endurskoðað hvernig sé verið að taka á málum, þvert á móti sé gripið til aðgerða sem mun bara dýpka vandamálin frekar, einkum í ríkjum þar sem atvinnuleysi er hátt. Hraður og mikill niðurskurður ríkisútgjalda sé ekki lausn á vanda sem sé mun djúpstæðari og tengist því að evran vinni beinlínis gegn hagsmununum margra ríkja Evrópu. Krugman lýkur pistli sínum á eftirfarandi orðum: "Leiðtogar Evrópuríkja virðast staðráðnir í því að keyra efnahagskerfi - og samfélögin - fram af hengibrún. og allur heimurinn mun líða fyrir það." Sjá má pistil Krugmans hér.
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira