Ný dagbók komin í dagsljósið - mikilvæg viðbót við rannsóknina Helga Arnardóttir skrifar 13. apríl 2012 19:30 Dagbók Guðjóns Skarphéðinssonar sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, frá því hann sat í eins árs gæsluvarðhaldi árin 1976-77 er nýlega komin í hendur starfshóps á vegum innanríkisráðuneytisins sem rannsakar nú málið. Formaður hópsins segir dagbókina veigamikið gagn og viðbót fyrir rannsóknina. Starfshópurinn sem skipaður var í byrjun október í fyrra til að rannsaka Guðmundar og Geirfinnsmálið hefur viðað að sér fjölda gagna frá hinum ýmsu stofnunum. Þá hefur einnig verið gerð réttarsálfræðirannsókn undir forystu Gísla Guðjónssonarog Jóns Friðriks Sigurðsson réttarsálfræðinga. Fyrir ekki svo löngu barst nefndinni dagbók Guðjóns Skarphéðinssonar frá því hann sat í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Hann sat heilt ár í varðhaldi og fékk tíu ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. „Dagbókin er viðamikið gagn og mikilvæg viðbót inn í rannsóknarvinnu réttarsálfræðinganna. Hún er viðamikil og nákvæm og nær jafnvel yfir lengri tíma en dagbækur Tryggva Rúnars sem komu fram síðastliðið haust. Þannig að þetta er stór gagnapakki inn í okkar vinnu," segir Arndís Soffía Sigurðardóttir Guðjón segist í samtali við fréttastofu hafa haldið að dagbókin hefði glatast þegar hann bjó úti í Danmörku í fimmtán ár. Hún hafi hins vegar komið í leitirnar í byrjun árs þar sem hún var niðugrafin í kassa uppi á háalofti. Dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar, heitins, eins sakborninganna voru birtar í fyrsta skipti í Íslandi í dag í október í fyrra. Gísli Guðjónsson taldi dagbækurnar taldi þá vera veigamikil gögn fyrir réttarsálfræðirannsókn í málinu sérstaklega með tilliti til falskra játninga. Komið hefur fram að allir sakborningar málsins drógu játningar sínar til baka en ekkert mark var á þeim tekið. Gerð hefur verið réttarsálfræðirannsókn á þeim sakborningum málsins sem eftir lifa en þeir eru fjórir og ítarleg viðtöl verið tekin við þá. Þeim hluta rannsóknarinnar er þó alls ekki lokið. Starfshópurinn átti að skila áfangaskýrslu um málið í lok þessa mánaðar en hann hefur hins vegar farið fram á frest en hyggst í staðinn skila stöðuskýrslu í apríllok. „Í fyrsta lagi þá var runnið nokkuð blint í sjóinn í upphafi með það hvað við þyrftum langan tíma til að ljúka þessu verki og það hefur nú komið í ljós að við þurfum mun lengri tíma. Í annan stað þá hefur það tekið lengri tíma en við ætluðum að sækja gögn til einstakra stofnana." Hún vildi ekki tiltaka hvaða stofnanir það væru sem hefðu tafið fyrir því að gögn bærust nefndinni. „Það hefur vissulega valdið okkur vonbrigðum hvað þetta hefur tekið langan tíma að sækja gögn en þetta kemur allt á endanum." Arndís gat ekki að svo stöddu sagt til um hvenær lokaskýrsla um málið verði tilbúin þar sem fjölmörg gögn eru enn óyfirfarin úr öllum áttum. Hún hvetur fólk til að hafa samband búi það yfir upplýsingum um málið og minnir á netfang starfshópsins sem er gg@irr.is. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira
Dagbók Guðjóns Skarphéðinssonar sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, frá því hann sat í eins árs gæsluvarðhaldi árin 1976-77 er nýlega komin í hendur starfshóps á vegum innanríkisráðuneytisins sem rannsakar nú málið. Formaður hópsins segir dagbókina veigamikið gagn og viðbót fyrir rannsóknina. Starfshópurinn sem skipaður var í byrjun október í fyrra til að rannsaka Guðmundar og Geirfinnsmálið hefur viðað að sér fjölda gagna frá hinum ýmsu stofnunum. Þá hefur einnig verið gerð réttarsálfræðirannsókn undir forystu Gísla Guðjónssonarog Jóns Friðriks Sigurðsson réttarsálfræðinga. Fyrir ekki svo löngu barst nefndinni dagbók Guðjóns Skarphéðinssonar frá því hann sat í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Hann sat heilt ár í varðhaldi og fékk tíu ára fangelsisdóm fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. „Dagbókin er viðamikið gagn og mikilvæg viðbót inn í rannsóknarvinnu réttarsálfræðinganna. Hún er viðamikil og nákvæm og nær jafnvel yfir lengri tíma en dagbækur Tryggva Rúnars sem komu fram síðastliðið haust. Þannig að þetta er stór gagnapakki inn í okkar vinnu," segir Arndís Soffía Sigurðardóttir Guðjón segist í samtali við fréttastofu hafa haldið að dagbókin hefði glatast þegar hann bjó úti í Danmörku í fimmtán ár. Hún hafi hins vegar komið í leitirnar í byrjun árs þar sem hún var niðugrafin í kassa uppi á háalofti. Dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar, heitins, eins sakborninganna voru birtar í fyrsta skipti í Íslandi í dag í október í fyrra. Gísli Guðjónsson taldi dagbækurnar taldi þá vera veigamikil gögn fyrir réttarsálfræðirannsókn í málinu sérstaklega með tilliti til falskra játninga. Komið hefur fram að allir sakborningar málsins drógu játningar sínar til baka en ekkert mark var á þeim tekið. Gerð hefur verið réttarsálfræðirannsókn á þeim sakborningum málsins sem eftir lifa en þeir eru fjórir og ítarleg viðtöl verið tekin við þá. Þeim hluta rannsóknarinnar er þó alls ekki lokið. Starfshópurinn átti að skila áfangaskýrslu um málið í lok þessa mánaðar en hann hefur hins vegar farið fram á frest en hyggst í staðinn skila stöðuskýrslu í apríllok. „Í fyrsta lagi þá var runnið nokkuð blint í sjóinn í upphafi með það hvað við þyrftum langan tíma til að ljúka þessu verki og það hefur nú komið í ljós að við þurfum mun lengri tíma. Í annan stað þá hefur það tekið lengri tíma en við ætluðum að sækja gögn til einstakra stofnana." Hún vildi ekki tiltaka hvaða stofnanir það væru sem hefðu tafið fyrir því að gögn bærust nefndinni. „Það hefur vissulega valdið okkur vonbrigðum hvað þetta hefur tekið langan tíma að sækja gögn en þetta kemur allt á endanum." Arndís gat ekki að svo stöddu sagt til um hvenær lokaskýrsla um málið verði tilbúin þar sem fjölmörg gögn eru enn óyfirfarin úr öllum áttum. Hún hvetur fólk til að hafa samband búi það yfir upplýsingum um málið og minnir á netfang starfshópsins sem er gg@irr.is.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira