Innlent

Almannatengill: Þóra gæti verið búin að toppa of snemma

Þóra og Ólafur mældust hnífjöfn í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag.
Þóra og Ólafur mældust hnífjöfn í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. mynd/samsett Vísir.is
Jón Hákon Magnússon almannatengill segir að Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og forsetaframbjóðandi, gæti verið búin að toppa of snemma. Í könnun Fréttablaðsins í dag mælist hún með jafn mikið fylgi og Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti.

Jón Hákon var í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þóra er að koma fram fersk, ung og hress, mjög þekkt úr sjónvarpi. Þetta kemur mér ekki á óvart. Það eru 3 mánuðir í kosningar, sem er alltof langur tími. Hættan hjá henni er að toppa of snemma, hún gæti líka sótt í sig veðrið. En takið eftir því að Ólafur Ragnar er ekki farinn að tjá sig, hann segir ekki aukatekið orð og bara bíður. Hann er mjög klókur. Hann á eftir að koma fram á sviðið. Það er of snemmt að flagga fyrir Þóru, þetta er vísbending. Þetta er mjög sterk vísbending."

Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón Hákon í meðfylgjandi hljóðbroti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×