Teitur: Ég treysti ekki Keflvíkingum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. apríl 2012 16:21 Teitur Örlygsson. "Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Teitur er alls ekki sáttur við bannið og hann er þess utan engan veginn sáttur við Keflvíkinga sem hann segist ekki treysta. "Ég íhugaði að setja Fannar í eins leiks bann en ákvað að sleppa því þar sem ég treysti ekki Keflvíkingum. Ég held að þeir hafi samt kært. Ég treysti þessu fólki ekki," sagði Teitur ákveðinn en hann segist hafa orðið fyrir ýmsu áreiti frá fólki úr Keflavík upp á síðkastið. "Ég hef verið að fá alls konar rugl frá Keflvíkingum inn á innhólfið mitt á Facebook. Sem betur fer eru þeir menn varla skrifandi þannig að ég skil ekki það sem þeir eru senda. Þar er samt verið að segja álit sitt og segja mér fyrir verkum. Ætli þeir verði ekki farnir að kalla kerfin fyrir mig fljótlega." Þó svo Teitur sé sár út í Keflvíkinga þá viðurkennir hann að bannið sem slíkt komi sér ekki á óvart. "Það eru gríðarleg vonbrigði að missa manninn í bann. Ég sá þetta alveg í kortunum samt. Ég get viðurkennt það," sagði Teitur en honum finnst ekki vera neitt samræmi í því að dæma Fannar í tveggja leikja bann á meðan Magnús Gunnarsson slapp við leikbann fyrir olnbogaskot sem Stjarnan kærði. "Það var ásetningsbrot hjá Magnúsi og enginn slagur um boltann eða slíkt þar sem menn hanga hver í öðrum. Dómurinn dæmdi ásetning þar en samt sýknudómur. Svo er slagur um boltann og kæra út af því og tveggja leikja bann. Ég fatta þetta ekki alveg. "Í reglunum er talað um tjón og þegar Magnús gefur Marvin olnbogaskot er ásetningur og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Það var ekki einu sinni sprungin vör þar sem Fannar á að hafa brotið af sér. Samt afsökunarbeiðni frá honum opinber og persónuleg. Við tókum líka fyrirliðabandið af honum en það breytti engu fyrir Keflvíkinga." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Sjá meira
"Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Teitur er alls ekki sáttur við bannið og hann er þess utan engan veginn sáttur við Keflvíkinga sem hann segist ekki treysta. "Ég íhugaði að setja Fannar í eins leiks bann en ákvað að sleppa því þar sem ég treysti ekki Keflvíkingum. Ég held að þeir hafi samt kært. Ég treysti þessu fólki ekki," sagði Teitur ákveðinn en hann segist hafa orðið fyrir ýmsu áreiti frá fólki úr Keflavík upp á síðkastið. "Ég hef verið að fá alls konar rugl frá Keflvíkingum inn á innhólfið mitt á Facebook. Sem betur fer eru þeir menn varla skrifandi þannig að ég skil ekki það sem þeir eru senda. Þar er samt verið að segja álit sitt og segja mér fyrir verkum. Ætli þeir verði ekki farnir að kalla kerfin fyrir mig fljótlega." Þó svo Teitur sé sár út í Keflvíkinga þá viðurkennir hann að bannið sem slíkt komi sér ekki á óvart. "Það eru gríðarleg vonbrigði að missa manninn í bann. Ég sá þetta alveg í kortunum samt. Ég get viðurkennt það," sagði Teitur en honum finnst ekki vera neitt samræmi í því að dæma Fannar í tveggja leikja bann á meðan Magnús Gunnarsson slapp við leikbann fyrir olnbogaskot sem Stjarnan kærði. "Það var ásetningsbrot hjá Magnúsi og enginn slagur um boltann eða slíkt þar sem menn hanga hver í öðrum. Dómurinn dæmdi ásetning þar en samt sýknudómur. Svo er slagur um boltann og kæra út af því og tveggja leikja bann. Ég fatta þetta ekki alveg. "Í reglunum er talað um tjón og þegar Magnús gefur Marvin olnbogaskot er ásetningur og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Það var ekki einu sinni sprungin vör þar sem Fannar á að hafa brotið af sér. Samt afsökunarbeiðni frá honum opinber og persónuleg. Við tókum líka fyrirliðabandið af honum en það breytti engu fyrir Keflvíkinga."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Sjá meira
Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34