Innlent

Of Monsters and Men á tónleikum í New York

Of Monsters and Men, sem gera nú garðinn frægan í Bandaríkjunum komu fram á tónleikum í Williamsburg í New York þann fimmta apríl síðastliðinn. Tónleikarnir hafa nú verið settir á netið í heild sinni.

Sveitin hefur átt frábæru gengi að fagna og er uppselt á alla tónleika sveitarinnar og það fyrir löngu síðan. Þá hefur plata þeirra, My Head is an Animal, fengið afbragðs viðtökur. Hún er nú í sjötta sæti bandaríska Billboard listans sem er besti árangur sem íslensk sveit hefur nokkurn tíma náð.

Með því að smella hér að ofan má sjá sveitina taka lagið The King and Lionheart, og með því að smella hér má sjá fleiri lög frá tónleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×