Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. apríl 2012 19:30 Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir framgöngu framkvæmdastjórnarinnar ótrúlega grófa. „Öll stjórnvöld sem hefðu einhverja sjálfsvirðingu, eða að minnsta kosti virðingu fyrir þjóðinni sem þau eru fulltrúar fyrir geta ekki látið koma svona fram við sig. Haldið bara áfram viðræðum um að fá að ganga í þennan klúbb sem er lögsækja okkur og beita okkur þvingunum á öðrum vígstöðvum. Núna verða íslensk stjórnvöld að sýna að þau láta ekki vaða yfir sig," segir Sigmundur Davíð. Hvernig eiga þau að gera það? „Með því að leggja viðræðurnar til hliðar, gera hlé á þeim og auðvitað lýsa vanþóknun sinni á því að Evrópusambandið skuli taka þátt í þessum málaferlum."Óskynsamleg viðbrögð Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segir að það væru óskynsamleg viðbrögð af hálfu Íslands að gera hlé á aðildarviðræðum og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. „Vegna þess að með því er í raun verið að lýsa því yfir að Íslendingar séu hræddir við röksemdir framkvæmdastjórnarinnar. Það er ekki gott fyrir okkar málstað. Ég er ekki banginn, en ég er svolítið hissa á því að stjórnarandstaðan virðist ekki hafa sömu trú á röksemdum Íslands og hún hafði áður. Mjög stór hluti þjóðarinnar vildi fara dómstólaleiðina. Þetta er hún," segir Össur. Hann segist telja að ESA hafi lagt áherslu á þátttöku framkvæmdastjórnar ESB í málinu. „Þetta hefur samt sem áður ákveðinn kost í för með sér fyrir Ísland vegna þess að þetta gerir Íslendingum kleift að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, skriflegri vörn við málflutning framkvæmdastjórnarinnar áður en hinn munnlegi málflutningur hefst. Þetta finnst okkar aðal málflutningsmanni, Tim Ward, vera kostur og það er þess vegna sem hann hefur lagt það til við mig og reyndar málflutningsteymið að við mótmælum þessu ekki. Og niðurstaðan verður væntanlega sú að við munum ekki mótmæla þessu heldur láta EFTA-dómstólinn ráða því með hvaða hætti hann fjallar um þessa kröfu," segir Össur. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir framgöngu framkvæmdastjórnarinnar ótrúlega grófa. „Öll stjórnvöld sem hefðu einhverja sjálfsvirðingu, eða að minnsta kosti virðingu fyrir þjóðinni sem þau eru fulltrúar fyrir geta ekki látið koma svona fram við sig. Haldið bara áfram viðræðum um að fá að ganga í þennan klúbb sem er lögsækja okkur og beita okkur þvingunum á öðrum vígstöðvum. Núna verða íslensk stjórnvöld að sýna að þau láta ekki vaða yfir sig," segir Sigmundur Davíð. Hvernig eiga þau að gera það? „Með því að leggja viðræðurnar til hliðar, gera hlé á þeim og auðvitað lýsa vanþóknun sinni á því að Evrópusambandið skuli taka þátt í þessum málaferlum."Óskynsamleg viðbrögð Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segir að það væru óskynsamleg viðbrögð af hálfu Íslands að gera hlé á aðildarviðræðum og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. „Vegna þess að með því er í raun verið að lýsa því yfir að Íslendingar séu hræddir við röksemdir framkvæmdastjórnarinnar. Það er ekki gott fyrir okkar málstað. Ég er ekki banginn, en ég er svolítið hissa á því að stjórnarandstaðan virðist ekki hafa sömu trú á röksemdum Íslands og hún hafði áður. Mjög stór hluti þjóðarinnar vildi fara dómstólaleiðina. Þetta er hún," segir Össur. Hann segist telja að ESA hafi lagt áherslu á þátttöku framkvæmdastjórnar ESB í málinu. „Þetta hefur samt sem áður ákveðinn kost í för með sér fyrir Ísland vegna þess að þetta gerir Íslendingum kleift að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, skriflegri vörn við málflutning framkvæmdastjórnarinnar áður en hinn munnlegi málflutningur hefst. Þetta finnst okkar aðal málflutningsmanni, Tim Ward, vera kostur og það er þess vegna sem hann hefur lagt það til við mig og reyndar málflutningsteymið að við mótmælum þessu ekki. Og niðurstaðan verður væntanlega sú að við munum ekki mótmæla þessu heldur láta EFTA-dómstólinn ráða því með hvaða hætti hann fjallar um þessa kröfu," segir Össur.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira