Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2012 18:30 Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. Tveir yfirmenn breska félagsins Asco, Norðmaðurinn Runar Hatletvedt og Skotinn Neil Patterson, hafa ásamt fulltrúum Olíudreifingar skoðað hafnir á Norður- og Austurlandi undanfarna daga en einnig metið aðra þjónustu í viðkomandi bæjum og hafa síðustu tvo daga verið gerðar viljayfirlýsingar við viðkomandi sveitarfélög um þrjár hafnir sem þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleit; Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að fyrsta niðurstaða fulltrúa Asco, miðað við fyrstu kynni, sé að allir þessir staðir geti komið mjög vel til greina. Athygli vekur að hvorki Vopnafjörður né Þórshöfn eru með en þeir staðir hafa þó ekki verið útilokaðir. Asco er einnig að huga að þjónustuhöfn vegna leitar við Austur- Grænland en þar kemur Norðurland sterkt inn. Runar Hatletvedt frá Asco, sem þjónustaði olíuleit við Vestur-Grænland, segir að Grænland hafi möguleika á að nýta þjónustumiðstöðvar á Íslandi, sé horft til siglingatíma og þeirra innviða sem þegar séu til staðar á Íslandi. Þjónustumiðstöðin í Sandnessjöen í Noregi er meðal þeirra sem Asco hefur byggt upp en það er stærsta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum og rekur sextán slíkar stöðvar í fimm heimsálfum. Hörður Gunnarssson hvetur til þess að farið verði rólega af stað og menn hvorki offjárfesti né hlaupi fram úr sjálfum sér í væntingum eða fjárfestingum í byrjun en þarna séu þó greinilega mjög miklir möguleikar. Asco-menn telja að stutt geti verið í fyrsta borpallinn á Drekann. Runar Hatletvedt segir að frá því leitarleyfum sé úthlutað sé það þeirra reynsla að reikna megi með fyrstu starfsemi á svæðinu eftir eitt, tvö eða þrjú ár, með olíuborpalli. Það sé raunhæft. -Svo þetta gæti gerst býsna fljótt? "Já. Við erum að tala um tvö eða þrjú ár. Það er alveg mögulegt," svarar Runar Hatletvedt, sem er framkvæmdastjóri Asco í Norður-Evrópu. Hörður Gunnarsson segir að menn verði einnig að vera tilbúnir að viðurkenna að þetta geti tekið kannski allt að tíu ár að verða að veruleika. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. Tveir yfirmenn breska félagsins Asco, Norðmaðurinn Runar Hatletvedt og Skotinn Neil Patterson, hafa ásamt fulltrúum Olíudreifingar skoðað hafnir á Norður- og Austurlandi undanfarna daga en einnig metið aðra þjónustu í viðkomandi bæjum og hafa síðustu tvo daga verið gerðar viljayfirlýsingar við viðkomandi sveitarfélög um þrjár hafnir sem þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleit; Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að fyrsta niðurstaða fulltrúa Asco, miðað við fyrstu kynni, sé að allir þessir staðir geti komið mjög vel til greina. Athygli vekur að hvorki Vopnafjörður né Þórshöfn eru með en þeir staðir hafa þó ekki verið útilokaðir. Asco er einnig að huga að þjónustuhöfn vegna leitar við Austur- Grænland en þar kemur Norðurland sterkt inn. Runar Hatletvedt frá Asco, sem þjónustaði olíuleit við Vestur-Grænland, segir að Grænland hafi möguleika á að nýta þjónustumiðstöðvar á Íslandi, sé horft til siglingatíma og þeirra innviða sem þegar séu til staðar á Íslandi. Þjónustumiðstöðin í Sandnessjöen í Noregi er meðal þeirra sem Asco hefur byggt upp en það er stærsta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum og rekur sextán slíkar stöðvar í fimm heimsálfum. Hörður Gunnarssson hvetur til þess að farið verði rólega af stað og menn hvorki offjárfesti né hlaupi fram úr sjálfum sér í væntingum eða fjárfestingum í byrjun en þarna séu þó greinilega mjög miklir möguleikar. Asco-menn telja að stutt geti verið í fyrsta borpallinn á Drekann. Runar Hatletvedt segir að frá því leitarleyfum sé úthlutað sé það þeirra reynsla að reikna megi með fyrstu starfsemi á svæðinu eftir eitt, tvö eða þrjú ár, með olíuborpalli. Það sé raunhæft. -Svo þetta gæti gerst býsna fljótt? "Já. Við erum að tala um tvö eða þrjú ár. Það er alveg mögulegt," svarar Runar Hatletvedt, sem er framkvæmdastjóri Asco í Norður-Evrópu. Hörður Gunnarsson segir að menn verði einnig að vera tilbúnir að viðurkenna að þetta geti tekið kannski allt að tíu ár að verða að veruleika.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira