Innlent

Eldri borgari segist hafa verið þvingaður til fíkniefnainnflutnings

Boði Logason skrifar
Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.
Þrír karlmenn voru dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sá sem hlaut þyngsta dóminn heitir Andri Þór Eyjólfsson fæddur 1987. Sá hefur margsinnis komist í kast við lögin. Þeir Ágúst Jón Óskarsson og Hafþór Logi Hlynsson hlutu báðir tveggja ára fangelsisdóma fyrir smyglið. Báðir eru á þrítugsaldri.

Það vekur svo athygli að karlmaður um sjötugt segist hafa verið neyddur til þess að flytja tæplega kíló af mjög hreinu kókaíni til landsins frá Danmörku. Samkvæmt sérfræðingi hefði verið hægt að drýgja efnið svo úr yrðu rúm þrjú kíló.

Maðurinn sem flutti efnin til landsins var handtekinn í febrúar árið 2010 en þá var hann 69 ára gamall. Hann sagði við yfirheyrslur hjá lögreglunni að mennirnir hefðu þvingað hann til þess að flytja fíkniefni til Íslands, meðal annars með líflátshótunum.

Burðadýrið var dæmt í 18 mánaða fangelsi og var litið til þess að hann upplýsti lögreglu um málið auk þess sem tekið var tillit til aldurs mannsins. Samkvæmt dómsorði benti ekkert annað til þess en að maðurinn hefði verið burðadýr. Framburður hans hafi þó verið mjög reikull.


Tengdar fréttir

Þvingaður til að flytja efnið inn

Þrír menn hafa verið dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpu kílói af mjög hreinu kókaíni. Þá var maður á áttræðisaldri dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja efnið til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×