Patrekur tekur við Val | Fer eflaust aftur út síðar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2012 18:05 Mynd/Stefán Patrekur Jóhannesson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við N1-deildarlið Vals. Patrekur tekur við liðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni sem mun þjálfa í Danmörku næsta vetur. "Valur sýndi mér áhuga og við fórum í kjölfarið í viðræður. Mér leist vel á félagið enda stór klúbbur með frábæra umgjörð og verkefnið spennandi. Þess vegna ákvað ég að taka tilboði þeirra," sagði Patrekur við Vísi á blaðamannafundinum í kvöld en var hann með fleiri járn í eldinum? "Nei, ekki þannig séð. Það voru einhverjar fyrirspurnir að utan en þar sem stefnan hjá mér núna er ekki að fara út þá skoðaði ég það ekkert. Ég er þess utan landsliðsþjálfari Austurríkis og verð það áfram. Þeir höfðu ekkert út á það að setja að ég myndi þjálfa lið hér heima samhliða landsliðsþjálfuninni." Patrekur þjálfaði síðast þýska félagið Emsdetten áður en hann kom heim. Hefur hann gefið það upp á bátinn að fara aftur út og þjálfa félagslið? "Alls ekki. Ákvörðun fjölskyldunnar var að koma heim og leyfa börnunum að vera í skóla á Íslandi næstu árin. Ég fer eflaust aftur út seinna meir en ég er mjög sáttur í dag með Val og austurríska landsliðið." Valsmönnum gekk ekki vel í vetur og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Hvað ætlar Patrekur að gera með þetta lið? "Það á eftir að koma í ljós. Ég ætla að vinna vel og leggja mikið á mig. Auðvitað er markmiðið að komast í úrslitakeppnina og það verður markmið okkar. Það mun taka tíma að púsla þessu saman. Mitt markmið er að koma Val á þann stað sem liðið á heima." Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við N1-deildarlið Vals. Patrekur tekur við liðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni sem mun þjálfa í Danmörku næsta vetur. "Valur sýndi mér áhuga og við fórum í kjölfarið í viðræður. Mér leist vel á félagið enda stór klúbbur með frábæra umgjörð og verkefnið spennandi. Þess vegna ákvað ég að taka tilboði þeirra," sagði Patrekur við Vísi á blaðamannafundinum í kvöld en var hann með fleiri járn í eldinum? "Nei, ekki þannig séð. Það voru einhverjar fyrirspurnir að utan en þar sem stefnan hjá mér núna er ekki að fara út þá skoðaði ég það ekkert. Ég er þess utan landsliðsþjálfari Austurríkis og verð það áfram. Þeir höfðu ekkert út á það að setja að ég myndi þjálfa lið hér heima samhliða landsliðsþjálfuninni." Patrekur þjálfaði síðast þýska félagið Emsdetten áður en hann kom heim. Hefur hann gefið það upp á bátinn að fara aftur út og þjálfa félagslið? "Alls ekki. Ákvörðun fjölskyldunnar var að koma heim og leyfa börnunum að vera í skóla á Íslandi næstu árin. Ég fer eflaust aftur út seinna meir en ég er mjög sáttur í dag með Val og austurríska landsliðið." Valsmönnum gekk ekki vel í vetur og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Hvað ætlar Patrekur að gera með þetta lið? "Það á eftir að koma í ljós. Ég ætla að vinna vel og leggja mikið á mig. Auðvitað er markmiðið að komast í úrslitakeppnina og það verður markmið okkar. Það mun taka tíma að púsla þessu saman. Mitt markmið er að koma Val á þann stað sem liðið á heima."
Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira