Vettel sótti sigur í fyrsta sinn í ár Birgir Þór Harðarson skrifar 22. apríl 2012 15:14 Vettel var ánægður með að komast aftur á efsta þrep verðlaunapallsins. nordicphotos/afp Sebastian Vettel sótti fyrsta sigur sinn á árinu í kappakstrinum í Barein í dag. Finninn Kimi Raikkönen og liðsfélagi hans Roman Grosjean hjá Lotus urðu í öðru og þriðja sæti. Raikkönen átti tækifæri til að fara fram úr Vettel undir lok mótsins en nýtti það ekki. Hann sagði á blaðamannafundi eftir mótið hafa gert ein afdrifarík mistök í fyrsta hring þegar hann missti bíl fram úr sér. "Ég þurfti að taka fram úr honum og það tók tíma." Red Bull liðið sótti jafnfram fjórða sætið í mótinu því Mark Webber ók fjórða Renault-knúna bílnum í röð yfir endamarkið. Nico Rosberg varð fimmti eftir að hafa komist fram úr Paul di Resta þegar um það bil 10 hringir voru eftir. Di Resta lauk mótinu í sjötta sæti sem verður að teljast góður árangur eftir að Force India liðið sá sér ekki kleift að aka á seinni æfingu föstudagsins. Rosberg var mjög ákafur í mótinu og varði stöðu sína grimmilega í tvö skipti. Í fyrra skiptið þurfti Lewis Hamilton að fara út fyrir brautina til að taka fram úr honum og lenda ekki í árekstri. Í seinna skiptið reyndið Fernando Alonso sama bragð en mistókst. Keppnin var nokkuð spennandi og réðst á keppnisáætlun liðanna. Niðurstöður mótsins gætu hins vegar breyst því úrskurður dómara í málum Lewis Hamilton, Nico Rosberg og Fernando Alonso er enn beðið. Alonso lauk mótinu í sjöunda sæti á undan Lewis Hamilton og liðsfélaga sínum Felipe Massa. Michael Schumacher krækti í síðasta stigið í mótinu í tíunda sæti, eftir að hafa ræst í 22. sæti. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel sótti fyrsta sigur sinn á árinu í kappakstrinum í Barein í dag. Finninn Kimi Raikkönen og liðsfélagi hans Roman Grosjean hjá Lotus urðu í öðru og þriðja sæti. Raikkönen átti tækifæri til að fara fram úr Vettel undir lok mótsins en nýtti það ekki. Hann sagði á blaðamannafundi eftir mótið hafa gert ein afdrifarík mistök í fyrsta hring þegar hann missti bíl fram úr sér. "Ég þurfti að taka fram úr honum og það tók tíma." Red Bull liðið sótti jafnfram fjórða sætið í mótinu því Mark Webber ók fjórða Renault-knúna bílnum í röð yfir endamarkið. Nico Rosberg varð fimmti eftir að hafa komist fram úr Paul di Resta þegar um það bil 10 hringir voru eftir. Di Resta lauk mótinu í sjötta sæti sem verður að teljast góður árangur eftir að Force India liðið sá sér ekki kleift að aka á seinni æfingu föstudagsins. Rosberg var mjög ákafur í mótinu og varði stöðu sína grimmilega í tvö skipti. Í fyrra skiptið þurfti Lewis Hamilton að fara út fyrir brautina til að taka fram úr honum og lenda ekki í árekstri. Í seinna skiptið reyndið Fernando Alonso sama bragð en mistókst. Keppnin var nokkuð spennandi og réðst á keppnisáætlun liðanna. Niðurstöður mótsins gætu hins vegar breyst því úrskurður dómara í málum Lewis Hamilton, Nico Rosberg og Fernando Alonso er enn beðið. Alonso lauk mótinu í sjöunda sæti á undan Lewis Hamilton og liðsfélaga sínum Felipe Massa. Michael Schumacher krækti í síðasta stigið í mótinu í tíunda sæti, eftir að hafa ræst í 22. sæti.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira