Ólafur: Bilaðist þegar ég sá löppina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2012 18:45 Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, meiddist illa á ökkla í leik sinna manna gegn Stjörnunni í gær. Þjálfari Stjörnunnar kom honum fyrstur til hjálpar. Eins og áhorfendur sáu í gær afmyndaðist ökklinn nokkuð og því er rétt að vara sterklega við þeim myndum sem eru í upphafi myndskeiðsins hér fyrir ofan. Ökklinn fór úr lið og bein brotnaði einnig í fótinum. Ólafur þarf að vera i gifsi í sex vikur, kemur í ljós eftir það hvort hann þurfi að fara í aðgerð efti það. „Tímabilið er allavega búið hjá mér," sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég fann fyrir sársauka en doða líka. Ég beið eftir að löppin færi aftur í rétta stöðu en þegar ég sá hana svo þá bilaðist ég. Hún var eins og L í laginu," sagði Ólafur. „Það sem hjálpaði mér örugglega og varð til þess að það leið ekki yfir mig er að Teitur [Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar] kom strax inn á völlinn, lagðist á mig og passaði að ég sæi ekki löppina. Svo komu fleiri sem héldu í löppina og héldu mér föstum - sem skipti miklu máli." Þegar Ólafur var borinn af velli klappaði hann höndunum kröftuglega saman og sendi sínum mönnum baráttukveðjur. „Ég vildi bara að þeir myndu vinna leikinn. Ég vissi að ég væri búinn," sagði Ólafur. Hann segir að það verði svekkjandi að þurfa að sitja og horfa á þegar hans menn í Grindavík mæta Þór í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. „Það kemur maður í manns stað og ég treysti strákunum til þess að klára þetta. Ég mun sitja á bekknum með þeim og veita þeim andlegan stuðning." Dominos-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, meiddist illa á ökkla í leik sinna manna gegn Stjörnunni í gær. Þjálfari Stjörnunnar kom honum fyrstur til hjálpar. Eins og áhorfendur sáu í gær afmyndaðist ökklinn nokkuð og því er rétt að vara sterklega við þeim myndum sem eru í upphafi myndskeiðsins hér fyrir ofan. Ökklinn fór úr lið og bein brotnaði einnig í fótinum. Ólafur þarf að vera i gifsi í sex vikur, kemur í ljós eftir það hvort hann þurfi að fara í aðgerð efti það. „Tímabilið er allavega búið hjá mér," sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég fann fyrir sársauka en doða líka. Ég beið eftir að löppin færi aftur í rétta stöðu en þegar ég sá hana svo þá bilaðist ég. Hún var eins og L í laginu," sagði Ólafur. „Það sem hjálpaði mér örugglega og varð til þess að það leið ekki yfir mig er að Teitur [Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar] kom strax inn á völlinn, lagðist á mig og passaði að ég sæi ekki löppina. Svo komu fleiri sem héldu í löppina og héldu mér föstum - sem skipti miklu máli." Þegar Ólafur var borinn af velli klappaði hann höndunum kröftuglega saman og sendi sínum mönnum baráttukveðjur. „Ég vildi bara að þeir myndu vinna leikinn. Ég vissi að ég væri búinn," sagði Ólafur. Hann segir að það verði svekkjandi að þurfa að sitja og horfa á þegar hans menn í Grindavík mæta Þór í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. „Það kemur maður í manns stað og ég treysti strákunum til þess að klára þetta. Ég mun sitja á bekknum með þeim og veita þeim andlegan stuðning."
Dominos-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira