Rosberg fljótastur og Force India dregur sig í hlé Birgir Þór Harðarson skrifar 20. apríl 2012 18:00 Rosberg var fljótastur á æfingum dagsins í konungsríkinu Barein við Persaflóa. Nordicphotos/afp Nico Rosberg, á Mercedes-bíl, var fljótastur á seinni æfingu keppisliða fyrir Formúlu 1-kappaksturinn í Barein. Lewis Hamilton á McLaren-bíl var fljótastur á fyrri æfingunni. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingunni af hræðslu við óeirðirnar í landinu. Tekin var ákvörðun um að aka ekki eftir hádegi því það hefði þýtt að starfsmenn liðsins þyrftu að ferðast upp á hótel eftir myrkur. Allur undirbúningur, sem venjulega fer fram á föstudagskvöldum á mótstað, var framkvæmdur meðan á seinni æfingunni stóð. Rosberg var nánast hálfri sekúntu fljótari en Mark Webber á Red Bull-bíl sem verður að teljast frábær árangur. Rosberg vann sinni fyrsta sigur í Formúlu 1 um síðustu helgi í Kína og ekur nú í Barein með sjálfstraustið í botni. Rosberg á met í Formúlu 1 sem hann setti í Barein árið 2006 þegar hann átti hraðasta mótshring í frumraun sinni í Formúlu 1. Á eftir Webber, á seinni æfingunni, kom liðsfélagi hans Sebastian Vettel, þá Lewis Hamilton og Michael Schumacher var fimmti á Mercedes bíl sínum. Ferrari átti erfitt með að halda í við efstu menn og Fernando Alonso lauk deginum í áttunda sæti og liðsfélagi hans, Felipe Massa, í tólfta. Fátt markverkt gerðist á fyrri æfingunni í morgun nema að liðin náðu að safna þeim gögnum og upplýsingum um ástand brautarinnar og bílanna sem þau þurftu án truflunar. Formúla Tengdar fréttir Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00 Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg, á Mercedes-bíl, var fljótastur á seinni æfingu keppisliða fyrir Formúlu 1-kappaksturinn í Barein. Lewis Hamilton á McLaren-bíl var fljótastur á fyrri æfingunni. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingunni af hræðslu við óeirðirnar í landinu. Tekin var ákvörðun um að aka ekki eftir hádegi því það hefði þýtt að starfsmenn liðsins þyrftu að ferðast upp á hótel eftir myrkur. Allur undirbúningur, sem venjulega fer fram á föstudagskvöldum á mótstað, var framkvæmdur meðan á seinni æfingunni stóð. Rosberg var nánast hálfri sekúntu fljótari en Mark Webber á Red Bull-bíl sem verður að teljast frábær árangur. Rosberg vann sinni fyrsta sigur í Formúlu 1 um síðustu helgi í Kína og ekur nú í Barein með sjálfstraustið í botni. Rosberg á met í Formúlu 1 sem hann setti í Barein árið 2006 þegar hann átti hraðasta mótshring í frumraun sinni í Formúlu 1. Á eftir Webber, á seinni æfingunni, kom liðsfélagi hans Sebastian Vettel, þá Lewis Hamilton og Michael Schumacher var fimmti á Mercedes bíl sínum. Ferrari átti erfitt með að halda í við efstu menn og Fernando Alonso lauk deginum í áttunda sæti og liðsfélagi hans, Felipe Massa, í tólfta. Fátt markverkt gerðist á fyrri æfingunni í morgun nema að liðin náðu að safna þeim gögnum og upplýsingum um ástand brautarinnar og bílanna sem þau þurftu án truflunar.
Formúla Tengdar fréttir Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00 Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00
Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45