Erlent

Kristján hlaut ein af hinum eftirsóttu Reumert verðlaunum

Kristján Ingimarsson eigandi og stjórnandi Neander leikhússins í Vordingborg í Danmörku hlaut ein af hinum eftirsóttu Reumert verðlaunum í gærkvöldi.

Reumertverðlaunin eru helstu leiklistarverðlaun Danmerkur og var þetta í 14. sinn sem þau eru veitt.

Kristján hlaut sérstök verðlaun dómnefndarinnar að þessu sinni fyrir verk sitt Blam sem sýnt hefur verið í leikhúsi hans.

Það var annars Hið konunglega leikhús í Kaupmannahöfn sem kom sá og sigraði að þessu sinni en leikhúsið hlaut alls sex Reumert verðlaun þar á meðal fyrir Mågen sem valin var besta leiksýning ársins í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×